Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Spánarsnigill.
Spánarsnigill.
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 17. júlí 2014

Heilu vistkerfin geta fylgt með innfluttum plöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ryðsveppur, asparglitta, birkikemba, fíflalús og spánarsnigill. Allt eru þetta tiltölulega nýjar lífverur í íslensku vistkerfi sem smám saman eru að festa sig í sessi ásamt ýmsum öðrum smádýrum og sveppum.
 
Hækkandi lofthiti og aukinn flutningur á lifandi plöntum og mold til landsins mun án efa auka fjölbreytnina í framtíðinni og möguleika nýrra landnema til að ná fótfestu hér. Flest kvikindin sem hingað berast eru saklaus og ekki til neinna vandræða en önnur geta valdið talsverðu tjóni á gróðri.
 
Mörgum er illa við þessar framandi lífverur og telja þær skaðvalda, enda hefur t.d. ryðsveppur lagst þungt á ýmsar víðitegundir og birkikemba er lýti á birki. Asparglittur og spánarsniglar eru stór og áberandi dýr sem eiga sér fáa náttúrulega óvini hér, það er helst að pardussnigill, sem fannst hér fyrst um aldamótin síðustu, leggi sér spánarsnigla til munns.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Íslands má hvorki flytja lifandi plöntur né mold til landsins án þess að viðkomandi sendingu fylgi heilbrigðisvottorð frá framleiðslulandinu. Þegar plöntur eru fluttar inn í pottum með mold á rótunum geta fylgt með alls konar smákvikindi og jafnvel plöntusjúkdómar sem ekki hafa fundist hér áður.
 
Sjá nánari umfjöllun í Bændablaðinu í dag.
 
Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...