Heyskapur gekk illa í Árneshreppi
Illa gekk með heyskap hjá bændum í Árneshreppi í sumar að sögn Litla Hjalla - Fréttir úr Árneshreppi. Mest allt var heyjað í vætutíð, röku lofti en hægviðri.
Tveir bændur slógu dálítið uppúr 20. júní og þeir náðu þeim heyjum vel þurrum. Bændur byrjuðu heyskap að fullu viku af júlí því gras var að verða úr sér sprottið og farið að falla. Flestir bændur náðu að klára að heyja fyrir verslunarmannahelgi. Þeir sem áttu þá eftir að heyja náðu sæmilega þurru heyi í rúllur því þurrt var um þá helgi og fyrstu fimm daga ágúst mánaðar.
Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík voru aðeins skráðir sex dagar þurrir í júlí.