Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hljóðkerfi með fuglavarnarhljóðum hafa gefist vel
Fréttir 3. nóvember 2014

Hljóðkerfi með fuglavarnarhljóðum hafa gefist vel

Höfundur: smh

Í Bændablaðinu um miðjan ágústmánuð síðastliðinn var sagt frá nýrri tækni á Íslandi til að halda gæsum og álftum frá ræktarlöndum bænda – ekki síst vegna ágangs í kornræktarlönd.

Um hljóðkerfi er að ræða ættað frá Bretlandseyjum, þar sem viðvörunarhljóð fuglategundar eru spiluð til að fæla viðkomandi tegund frá tilteknum svæðum. Var búnaðurinn aðlagaður íslenskum aðstæðum en að sögn Jónasar Björgvinssonar – sem á og rekur fyrirtækið Fuglavarnir og er umboðsaðili kerfanna á Íslandi – þekkist ágangur álfta í kornræktarlöndum, hvergi nema á Íslandi.

„Það eru þó nokkur hljóðkerfi með álftahljóðum komin í umferð á  Suðurlandi – líklega nálægt tuttugu tæki. Þótt þessi reynslutími frá því í ágúst sé stuttur, sýnir það sig að búnaðurinn virkar á álftina. Hann virkar þó betur á gæsina í þeim skilningi að hvert tæki nær yfir stærra svæði á gæsina; eða allt að 500–600 metra. Stærð svæðisins sem álftahljóðkerfið nær yfir er um 200 metrar – eða um fjórir hektarar. 

Einnig þarf að stilla búnaðinn öðruvísi þegar álftin á í hlut, þannig að aðvörunarhljóðin eru spiluð örar því álftin er svifasein og værukærari en gæsin. Við teljum að við flestar aðstæður sé best að vera með tvö tæki þótt kornakur sé aðeins átta hektarar eða stærri. Þá geta tækin farið af stað sitt á hvað og unnið saman að því að valda óöryggi hjá fuglinum,“ segir Jónas.

Kostnaður hefur borgað sig upp á einu sumri

Að sögn Jónasar hafa sumir sett kostnaðinn fyrir sig, þótt þeir séu með viðvarandi vandamál af fugli og fyrirséð fjárhagstjón. „Til að bera saman tjón og verð á varnarbúnaði þá er talað um að einn glataður hektari með ræktuðu korni geti verið tjón upp á um 200 þúsund krónur.  Eitt stykki 360 gráðu Compact tæki með standi kostar um 270 þúsund krónur. Sem er þá um 1,4 hektarar að verðmætum.  Svona tæki getur örugglega varið á bilinu fjóra til tólf hektara næstu fimm árin. Það gera alls um 20–60 hektara.  Samtals er það á bilinu fjórar til tólf milljónir króna. Svo að fjárfestingin er ótvírætt arðbær.  Enda er það svo þegar hjá mörgum okkar viðskiptavinum að búnaðurinn hefur þegar borgað sig upp á einu sumri. 

Við gefum einnig bændum kost á að prófa búnaðinn eða fá hundrað prósent endurgreiðslu, ef engin árangur næst yfir sumarið. 

Fyrir stærri ræktendur með 50–100 hektara þyrfti að byrja með að lágmarki 5 tæki.  Þó er ekki víst að þurfi að stækka kerfið mikið eða í beinu hlutfalli við hektaratölu því oft er fugl að sækja staðbundið í ákveðna hluta eða jaðra kornakra. Fer það þó mjög eftir aðstæðum.  Klárlega er tjónið oft mikið hjá stærri ræktendum og getur numið allt að 10 milljónum króna.

Við ætlum okkur að betrumbæta álftahljóðkerfið fyrir næsta ár og einnig er von á nýrri kynslóð tækis sem virkar enn betur í landbúnaði.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...