Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hlutverk sláturleyfishafa við framleiðslu kindakjöts
Fréttir 4. mars 2018

Hlutverk sláturleyfishafa við framleiðslu kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Við vitum það að sauðfjárbændur geta ekki lifað af þessum kjörum. Það er klárlega alltaf hægt að gera betur og við erum ekkert yfir neina gagnrýni hafin …“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS í 2. þætti Lamb & þjóð sem nú er kominn á Netið. Í þættinum er sjónum beint að sláturleyfishöfum og þeirra hlutverki í framleiðslukeðjunni. Rætt er við fulltrúa þeirra sem segja m.a. frá vöruþróun og markaðssetningu.

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins.

Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar.

1. þáttur
2. þáttur

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...