Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Fréttir 1. maí 2023

Hnífjöfn Meistaradeild

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var sigurvegari einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum eftir æsispennandi lokakeppni sem fram fór í HorseDay­höllinni að Ingólfshvoli þann 14. apríl sl.

Meistaradeildin samanstendur af sex keppnisviðburðum í vetur þar sem átta lið með fimm knöpum innanborðs öttu kappi í átta keppnisgreinum. Fyrir lokakeppnisgreinina, 100 m skeið, var Árni Björn Pálsson með eins stigs forskot á Aðalheiði Önnu. Því þurfti annað þeirra einfaldlega að skeiða hraðar gegnum keppnishöllina. Þau fóru sprettina hins vegar hnífjöfn, á 5,66 sekúndum. Þar sem næstfljótasti sprettur Aðalheiðar Önnu var betri en hjá Árna hlaut hún stigi meira og því voru þau hnífjöfn í lok mótsins.

Aðalheiður hefur hins vegar stigið á verðlaunapall oftar í vetur og sigraði hún því einstaklingskeppni deildarinnar. Hún sigraði í keppni í fjórgangi og slaktaumatölti T2 á Flóvent frá Breiðsstöðum, var þriðja í 100 metra skeiði á Ylfu frá Miðengi og fjórða sæti í gæðingafimi á fyrrnefndum Flóvent. Árni Björn Pálsson var í öðru sæti og Konráð Valur Sveinsson í því þriðja.

Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Þar enduðu einnig tvö lið jöfn að stigum en vegna árangurs innbyrðis sigraði lið Top Reiter sem skipað var knöpunum Teiti Árnasyni, Árna Birni Pálssyni, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur, Þórdísi Ingu Pálsdóttur og Konráði Vali Sveinssyni. Lið Hjarðartúns var í öðru sæti og Ganghestar/ Margrétarhof í því þriðja.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...