Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum
Fréttir 31. október 2014

Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum

Höfundur: smh

Karvel Karvelsson, fram­kvæmdastjóri Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML), segir ríka ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af niðurskurðinum hjá Land­búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).

„Hættan er sú að niðurskurðurinn hjá LbhÍ veiki starfsemi skólans. Sérstaklega er skorið niður til rannsókna sem er ákveðinn grundvöllur fyrir okkar ráðgjöf,“ segir Karvel.

„Varðandi efnagreiningar þá höfum við sent út heysýni til greininga og erum í samstarfi við fyrirtæki sem heitir BLGG um greiningar,“ segir Karvel. „Þetta höfum við boðið upp á samhliða því að senda til skólans. Jarðvegssýni höfum við sent til skólans en verðum þá hugsanlega að finna því annan farveg. 

Það hefur verið ákveðinn misbrestur á þjónustu skólans við greiningar og þá sérstaklega að halda tímasetningar. Við vorum nú samt alltaf að vona að þetta lagaðist en það varð ekki. Það er hins vegar ákveðinn missir af þessari þjónustu verði það niðurstaðan að ekki verði haldið áfram með efnagreiningar hér á landi. Bæði tapast með því þekking, ákveðinn sveigjanleiki í þjónustu og grundvöllur til þess að þróa greiningarnar áfram miðað við íslenskar aðstæður,“  segir Karvel.

Óvíst með framhald orkumála

„Kynbótamatsútreikningarnir hafa verið framkvæmdir af skólanum.Það verkefni er hins vegar á ábyrgð Bændasamtakanna en okkur falið að halda utan um það og RML hefur greitt skólanum fyrir þessa vinnu. Skólinn mun sjá um þessa útreikninga til áramóta en við erum að skoða með hvaða hætti við leysum þá til framtíðar.

Varðandi orkumálin þá vorum við að vonast eftir samvinnu í þeim efnum en óvíst er með áframhaldið á því.

Við höfum einnig áhyggjur af menntuninni sem slíkri, allt okkar starfsfólk er meira og minna menntað í LbhÍ og því segir það sig sjálft að okkar faglega starf byggist að stóru leyti á þeirri menntun sem skólinn veitir. Okkur er því umhugað um að bæði menntun og rannsóknir innan skólans séu með þeim hætti að við fáum frambærilegt framtíðarstarfsfólk sem og landbúnaðurinn allur.

Við höfum átt ágætt samstarf við skólann sem var innsiglað í samstarfssamkomulagi á milli okkar. Í því felst ákveðin fagleg samvinna sem ég vonast nú til að haldi áfram en vissulega höfum við af því áhyggjur að skólinn nái að sinna kjarnastarfsemi sinni og að þar sé nægt faglegt bakland  til verka.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...