Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Mynd / MHH
Fréttir 11. desember 2014

Hótel Fljótshlíð komið með Svans-vottun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Fljótshlíð hefur hlotið umhverfisvottun norræna svansins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhenti vottunina með formlegum hætti í sal hótelsins laugardaginn 15. nóvember.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun. Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra er hæstánægð með vottunina.

„Já, með þessu erum við að skipa okkur í hóp fárra gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins og þar með ná fram sérstöðu sem aftur nýtist okkur sem markaðstæki. Þá er óhætt að segja að umhverfisvottun norræna svansins er ekki aðeins umhverfisvottun í þröngum skilningi þess orðs heldur líka gæðastimpill á vöru og þjónustu,“ segir hún. Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda. Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía  og Ívar Þormarsson, matreiðslumeistari staðarins, inn í reksturinn. Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þótt áfram verði unnið í átt að aukinni sjálfbærni. 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...