Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úr íslenskum kúm fæst hágæða mjólk til framleiðslu á mjög fjölbreyttum mjólkurafurðum. Þúsundir Íslendinga hafa atvinnu af kúabúskap ásamt kjöt- og mjólkurvöruframleiðslu sem honum tengist.
Úr íslenskum kúm fæst hágæða mjólk til framleiðslu á mjög fjölbreyttum mjólkurafurðum. Þúsundir Íslendinga hafa atvinnu af kúabúskap ásamt kjöt- og mjólkurvöruframleiðslu sem honum tengist.
Fréttir 20. mars 2014

Hrekur útreikninga prófessors á „ofurtolluðum“ mjólkurvöru

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, bendir á meinlegar villur í útreikningum Þórólfs Matthíassonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu á undanförnum vikum. Telur Baldur grein prófessorsins undir fyrirsögninni; „Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverðum“, engan veginn sæmandi. Nefnir Baldur dæmi varðandi útreikninga sem séu fjarri öllum veruleika. Þá sleppi prófessorinn því sem honum þyki ekki henta sínum málflutningi. 
 
„Það er athyglisvert að Þórólfur skuli sleppa því að bera saman verð á drykkjarmjólk hér og annars staðar. Verð á nýmjólk á Íslandi er ca. 125 kr. lítrinn í smásölu, í vefverslun SuperBest í Danmörku kostar 1 lítri af Arla nýmjólk 8,95 DKK, eða 187 kr. lítrinn. Í vefverslun Tesco í Bretlandi kostar 1 lítri af nýmjólk 158 kr (samkvæmt gengi 17.mars).“
 
„Undanrennuduft með ofurtollum“
 
Þórólfur nefnir verðlagningu undanrennudufts m.a. í grein sinni í Fréttablaðinu 19. febrúar og segir:
„Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið.
 
Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn!
Tilviljun? Varla!,“ segir Þórólfur.
 
Jaðrar við ósvífni
 
Baldur segir þessa útreikninga fjarri lagi. Lægsta heimsmarkaðsverð á undanrennudufti sé um þessar mundir 4.780 Bandaríkjadalir (USD) á tonnið, skv. niðurstöðu Global Dairy Trade 18. febrúar 2014. Samkvæmt núverandi gengi er það 542 kr./kg, þá er eftir farmtrygging, flutningskostnaður og uppskipun, kostnaður við birgðahald, rýrnun o.s.frv.
 
„Samkvæmt athugun Þórólfs sjálfs er verð á undanrennudufti a.m.k. 1.000 evrum pr. tonn hærra í Evrópu, þaðan sem líklegast er að það myndi koma ef til innflutnings kæmi. Engu að síður gefur hann sér að verð á hafnarbakkanum hér myndi verða 520 kr/kg. Svona reiknikúnstir jaðra við ósvífni.“
 
„100% hækkun osta í tolli?“
 
Þórólfur heldur áfram í grein sinni og tekur fyrir verðlagningu osta og segir m.a.:
„Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana.
Tilviljun? Varla!,“ segir Þórólfur.
 
Baldur segir þetta heldur ekki standast.
„Samkvæmt vefsíðunni DairyCo er heimsmarkaðsverð á „mild cheddar“ 3.450 £ pr. tonn, eða 650 kr/kg, þá á eftir að greiða kostnað við farmtryggingu, flutning og uppskipun. Ekki er heldur tekið tillit til væntanlegs kostnaðar innflutningsaðila við birgðahald og rýrnun. Þórólfur miðar bara við 622 kr/kg hingað komið,“ segir Baldur.
 
Ber saman smjör og jurtaolíuviðbit
 
Þórólfur tekur líka fyrir verðlagningu á smjöri. Baldur segir þær útlistanir jafnvel enn verri þar sem ekki séverið að bera saman sams konar vörur.
„Þar sem smjörverð er lægra hér á landi en erlendis, ber Þórólfur saman verð á smjöri og sojaolíu (ÞM: Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum). Þetta dæmir sig nú bara sjálft.“
 
Vanþekking prófessors á mjólkurframleiðslu
 
Baldur tekur dæmi um fleiri greinar Þórólfs Matthíassonar sem hann hrekur lið fyrir lið. Þannig markist grein Þórólfs undir fyrirsögninni „Er mjólkurverð til bænda 20% of hátt?“ af augljósri vanþekkingu á mjólkurframleiðslu. Hann gefi sér t.d. að öll mjólk sem úr kúnum komi skili sér í sölu. Þórólfur taki þar ekkert tillit til affalla, hluti mjólkurinnar fer í kálfa, hella þurfi mjólk niður ef kýr fái júgurbólgu og annarra óhjákvæmilegra áfalla.
 
Baldur bendir á að verðlagsnefnd gangi út frá að árskýr gefi 4.700 lítra mjólkur; 40 kýr gefi af sér 188.000 lítra til sölu. Þórólfur taki hinsvegar niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar, um 5.600 lítra á ári, sem hann segir að sé 20% meira en verðlagsnefnd geri ráð fyrir. Þannig gefi hann sér að kúabændur séu að fá 20% of mikið fyrir mjólkina. Þetta telur Baldur alranga nálgun; að teknu tilliti til þeirra affalla sem að framan greinir er munurinn 5-6% en ekki 20%. 
 
Þá ber Þórólfur saman hagkvæmni mjólkurframleiðslu í nágrannalöndunum og hefðbundinn íslenskan kúabúskap. Niðurstaða hans er að íslenskir bændur sitji uppi með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi og í krafti ofurtolla sé verið að velta kostnaði yfir á neytendur. 
 
„Það er í raun fráleitt að prófessor í hagfræði beri saman verðlag á kjarnaframleiðslu hér landi og verði á „dump“ markaði á jaðarframleiðslu þeirra landa sem búa við bestu aðstæður á jarðríki til mjólkurframleiðslu. Slíkur samanburður er ósanngjarn og fráleitur. Það hlýtur að þurfa að gera meiri kröfur til prófessora við æðstu og virtustu menntastofnun landsins en að þeir beri á borð útreikninga af þessu tagi“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda að lokum.
Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...