Hrútaþukl á Kex Hostel
Böðvar E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Kexland, segir að viðburðurinn hafi gengið vel og að hann viti ekki til að áður hafi verið boðið upp á hrútaþukl í póstnúmeri 101.
Eyþór Einarsson hjá RML stjórnaði viðburðinum en þeir sem tóku þátt í þuklinu að þessu sinni voru Guðmund Jörundsson fatahönnuð, Bjarna Snæðing, Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir í KronKron, Eygló Margrét Lárusdóttir í Kíosk og Júlíus Meyvant sem sigraði keppnina.