Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun
Fréttir 3. desember 2014

Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensku EGF Húðdroparnir TM frá Sif Cosmetics hlutu nýverið virt snyrtivöruverðlaun í flokki lúxus-snyrtivara.

Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF Líftækni sem hóf árið 2006 framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem stofnað var árið 2009.

Verðlaunin eru veitt af Twój Styl sem er eitt vinsælasta glanstímarit Póllands og voru afhent á glæsilegum gala-kvöldverði á Hilton-hóteli í Varsjá fyrir skömmu.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake.

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT á erlendum markaði. BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru nú seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í  25 löndum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...