Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun
Fréttir 3. desember 2014

Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensku EGF Húðdroparnir TM frá Sif Cosmetics hlutu nýverið virt snyrtivöruverðlaun í flokki lúxus-snyrtivara.

Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF Líftækni sem hóf árið 2006 framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem stofnað var árið 2009.

Verðlaunin eru veitt af Twój Styl sem er eitt vinsælasta glanstímarit Póllands og voru afhent á glæsilegum gala-kvöldverði á Hilton-hóteli í Varsjá fyrir skömmu.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake.

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT á erlendum markaði. BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru nú seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í  25 löndum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...