Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Steingrímur J. Sigfússon kynnir hugmyndir að heildarsamtökum í landbúnaði.
Steingrímur J. Sigfússon kynnir hugmyndir að heildarsamtökum í landbúnaði.
Mynd / smh
Fréttir 22. febrúar 2023

Hugmyndir að nýjum heildarsamtökum í landbúnaði

Höfundur: smh

Eftir þingsetningu Búgreinaþings í morgun voru hugmyndir kynntar um ný heildarsamtök í landbúnaði sem yrðu byggð sameiginlega á Bændasamtökum Íslands (BÍ) og Samtökum fyrirtækja í landbúnaði (SAFL).

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra, fór þá yfir niðurstöður vinnu þeirra Sigurgeirs Þorgeirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍ og ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, um möguleg ný landbúnaðarsamtök sem yrðu byggð á fyrirmynd dönsku heildarsamtakanna Landbrug & fødevarer frá árunum 2009–2022. Þá voru dönsku samtökin sett saman af tveimur stoðum; bændahlið og fyrirtækjahlið.

Í máli Steingríms kom fram að aðdraganda vinnunnar að þessum hugmyndum megi rekja til ályktana á undanförnum þremur Búnaðarþingum. Samtök fyrirtækja í landbúnaði hafi verið stofnuð snemma árs 2022 og í kjölfarið sótt um sjálfstæða aðild að Samtökum atvinnulífsins. Samtöl hafi síðan hafist milli BÍ og SAFL með milligöngu þeirra Steingríms og Sigurgeirs.

Steingrímur sagði að um síðustu áramót hafi tveggja stoða kerfi dönsku samtakanna verið afnumið og algjör samruni hafi orðið þarna á milli. Samtökin séu öflug í almannatengslum og kynningarmálum, gagnvart almenningi, fjölmiðlum, stjórnvöldum og atvinnulífi.

Fulltrúar frá BÍ og SAFL fóru kynnisferð til Danmerkur í nóvember og sagði Steingrímur að þar hafi komið fram að mikil áhersla sé lögð á að danskur landbúnaður komi fram sem samstillt heild.  Ekki sé gert lítið úr þeirri vinnu sem sé framundan við að stilla saman strengi, en þeir Steingrímur og Sigurgeir telja að það verði auðveldara þegar menn eru orðnir vanir hugsuninni um að allir séu saman í liði.

Markmið þessara breytinga er að nýta samanlagðan styrk bænda og fyrirtækja í þágu heildarhagsmuna landbúnaðarins.

Tillaga um ný heildarsamtök í landbúnaði verður lögð fyrir Búnaðarþing 2023 sem haldið verður í mars.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...