Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Fréttir 21. september 2016

Hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitri ull af stuttrófufé

Höfundur: KS /HKr.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á dögunum. 
 
Ráðið samþykkti tillöguna og mun hún verða til að greiða fyrir áformum Systra um að koma á fót smáspunaverksmiðjum til vinnslu á ull, einkum mislitri, í þeim löndum þar sem fé af norræna stuttrófukyninu er að finna. Íslenski fjárstofninn er af þessum uppruna og einnig fé í Færeyjum, á Grænlandi, í Noregi og á Gotlandi. 
 
Regnhlífarsamtökin Systur hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitu ullinni sem verði unnið í smáum spunaverksmiðjum.
 
Þessar ullarvinnslur verða smáar í sniðum hver og ein en með því að tengja starfsemi þeirra saman er unnt að mynda öflugan framleiðslu- og viðskiptagrundvöll og stuðla að vöruþróun. 
 
Ullarbandið, sem framleitt verður á vegum Systra, verður hvorki blandað erlendri ull né gerviefnum og lögð verður áhersla á að láta hina sérstöku eiginleika ullarinnar njóta sín sem best. 
 
Með réttri nýtingu ætti að vera unnt að gera verðmæta vöru úr hráefni sem nú er vannýtt en til þess þarf verulegt þróunarstarf.
 
Stuðningur Vestnorræna ráðsins við fyrirætlanir Systra um ullarvinnslu er því mikilvægur.
 

Skylt efni: ull | stuttrófufé

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...