Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Björn Halldórsson, stjórnarformaður RML, talaði um áhrifamátt ákvarðana.
Björn Halldórsson, stjórnarformaður RML, talaði um áhrifamátt ákvarðana.
Mynd / RML
Í deiglunni 4. desember 2023

Ávörp á afmælisráðstefnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Forystufólk landbúnaðar endurspeglaði áskoranir og tækifæri í landbúnaði í ávörpum sínum á afmælisráðstefnu RML.

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var stofnað og var af því tilefni blásið til ráðstefnu á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Áskoranir og tækifæri í landbúnaði. Ráðgjafarmiðstöðinni var komið á fót þann 1. janúar 2013 en hlutverk hennar er að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði, bændum, stofnunum og einkaaðilum til aðstoðar.

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri beindi sjónum sínum að tækifærum.

Tæknivæddur landbúnaður

Í setningarávarpi ráðstefnunnar sagði Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML, að fyrirtækið hafi þurft að takast á við miklar skerðingar af framlögum ríkisins og við blasi meiri samdráttur þrátt fyrir að verkefni fyrirtækisins hafi stækkað og breikkað í takt við starfsumhverfi landbúnaðar á síðasta áratug.

Tækifærin í landbúnaði séu hins vegar mörg en umræðan um þær nýjungar og möguleika hverfi oft og tíðum vegna þeirrar stöðu sem landbúnaðurinn er í. „Við höfum góðar forsendur hér á landi til þess að nýta okkur þau tækifæri sem felast í tæknivæddum landbúnaði.

Söfnun gagna er góð, þátttaka í skýrsluhaldi er mikil, tæki og búnaður eru til staðar og menntunarstig hátt og þekking innan landbúnaðarins er mikil.“

Stöðnun heitir það á íslensku

Þyngra hljóð var í Birni Halldórssyni, stjórnarformanni RML, þegar hann fór yfir ákvarðanir sem hafa haft neikvæð áhrif á landbúnað í dag. Nefndi hann þar t.a.m. niðurlagningu lánasjóðs landbúnaðarins, framleiðnisjóðs og RALA. „Hver er afleiðingin af því að búa á lítilli eyju lengst norður í rassgati og vera ekki með neinar eigin sjálfstæðar rannsóknir? [...] Stöðnun heitir það á íslensku,“ sagði Björn og tiltók einnig notkun úreltra gagna í verðlagsnefnd búvöru og niðurskurð á framlögum ríkisins til landbúnaðar. Hann staðhæfði að innan við þriðjungur af rekstrarfé RML komi frá hinu opinbera gegnum samninga en annað þurfi að sækja í samkeppnissjóði sem gerir langtímarannsóknum erfiðara um vik að vera rekin.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem eiga RML, benti á að hagtölusöfnun væri lykilatriði við greiningar á stöðu og stefnu landbúnaðar. Hann speglaði einnig áhyggjur dönsku bændasamtakanna um hættuna á að tapa velmenntuðum landbúnaðarráðgjöfum til hærri borgandi einkafyrirtækja. Hann lagði áherslu á að hlúa þurfi að starfsfólki RML en þar starfa nú rúmlega fimmtíu manns.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði að bændur ættu ekki að þurfa að vera í öðrum efnahagslegum veruleika en aðrir.
Efnahagslegur veruleiki bænda

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í sinni ræðu að bændur ættu ekki að þurfa að vera í öðrum efnahagslegum veruleika en aðrir.

Það væri umhugsunarefni ef það fyrirkomulag sem nú væri í gildi væri ítrekað að leiða til afkomuvanda atvinnugreinarinnar. Við blasi að slíkt fyrirkomulagið sé ekki besta leiðin og endurmeta þurfi stöðuna.

Að loknum ávörpum hélt Jude L. Chapper, prófessor við Harper Adams University í Englandi, erindi um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu og Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, fjallaði um kolefnisreiknivélar. Að loknum hádegisverði voru haldnar tvær málstofur samhliða. Þar voru starfsmenn RML og bændur með framsögu ásamt nokkrum gestafyrirlesurum. Ávörpin og efni ráðstefnunnar má nálgast á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is.

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...