Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hótel Rangá er nánast fullbókað yfir jól og áramót.
Hótel Rangá er nánast fullbókað yfir jól og áramót.
Í deiglunni 28. desember 2023

Besta sveitahótel í heiminum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Rangá hlaut nýlega viðurkenningu, sem besta sveitahótel í heiminum, sem veitt er af hótelkeðjunni Small Luxury Hotels of the World (SLH).

Sérstaða hennar er að leggja áherslu á lítil lúxushótel með frumlega hugsun, mikla áherslu á umhverfisvernd og persónulega þjónustu. „Ég átti ekki von á því að okkur hefði hlotnast sá heiður að verða valið og umsagnirnar voru þannig að þakklæti til starfsfólks hótelsins varð mér efst í huga þar sem frábærir starfsmenn eiga vitanlega stærstan þátt í velgengni okkar,“ segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri og eigandi, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð við viðurkenningunni.

Þúsund aðildarumsóknir á hverju ári

„Samtökin SLH samanstanda af yfir 500 lúxushótelum frá 90 löndum. Á hverju ári berast þeim yfir 1.000 aðildarumsóknir en þau samþykkja einungis fimm prósent af þeim. Að fá inngöngu í samtökin er því heiður út af fyrir sig. Viðmið þeirra eru ströng og er hver eign skoðuð rækilega til að tryggja gæðakröfur. Á hverju ári fáum við „hulduheimsókn“ þar sem farið er yfir 400 atriði á lista, ekkert er undanskilið og við þurfum að standast yfir 80% af viðmiðum. Við höfum verið vel yfir 90% síðustu ár.

Það að hafa verið valið besta sveitahótelið af þessum frábæru hótelum sem eru í keðjunni er alveg einstakt og mikill heiður,” segir Friðrik alsæll og stoltur.

Þakkir til bænda

Þegar Friðrik var spurður hvort eitthvað sérstakt lægi á honum þá var hann fljótur til svars.

„Ég vil þakka íslenskum bændum fyrir fórnfúst starf við erfiðar fjárhagslegar aðstæður og hæla þeim frábæru vörum sem þeir framleiða fyrir okkur og við höfum mikla ánægju af að kynna fyrir gestum okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að landsmenn allir standi vörð um íslenskan landbúnað og skilji nauðsyn þess á viðsjárverðum tímum að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt. Þar treystum við á íslenskan sjávarútveg og landbúnað.“

Friðrik Pálsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Rangá. Myndir / Aðsendar

Skylt efni: Hótel Rangá

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...