Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 10. febrúar 2023

Búgreinaþing á næsta leiti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Búast má við yfir 200 bændum á þingið.

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir og reglur tiltaki annað. Þannig hafa búgreinadeildir nautgripabænda, sauðfjárbænda og skógarbænda kosið sína fulltrúa á þinginu. Aðrar búgreinadeildir hafa til hádegis miðvikudaginn 15. febrúar til að skrá þátttöku sína.

Alls eru ellefu búgreinadeildir starfandi innan BÍ.

Gunnar Þorgeirsson, for­maður BÍ, mun setja þingið kl. 11. Þá mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,­ orku­ og loftslagsráðherra ávarpa þingið.

Tvær kynningar munu eiga sér stað áður en búgreinadeildirnar taka til starfa. Annars vegar verður kynning á Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en síðla hausts fól matvælaráðherra stjórn Bjarg­ráðasjóðs að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna tveggja.

Þá verður samstarfsvettvangur BÍ og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kynntur.

„Sameiginleg mál allra búgreina verður á dagskrá í upphafi þingsins. Þar má nefna hugmyndir um hugsanlegar breytingar sem lúta að breyttum samþykktum Bændasamtakanna, með það í huga að gera starfið skilvirkara. Rætt verður hvort halda eigi búgreinaþing að hausti og Búnaðarþing að vori eða hvort sameina eigi þingin í einn stærri viðburð að vori. Loftslagsmálin verða rædd ásamt hugsanlegu samstarfi SAFL og BÍ,“ segir Gunnar.

Á búgreinaþingum eru tekin fyrir mál sem búgreinadeildirnar hafa sent til umfjöllunar og ályktunar. Gunnar segir að endurskoðun búvörusamninga verði þar ofarlega á baugi. „Áherslur hverrar búgreinar fyrir sig ættu að að koma þar fram þar sem vinna við endurskoðunina er fyrirhuguð á þessu ári.“

Gert er ráð fyrir að flestar búgreinadeildirnar ljúki fundum sínum í dagslok miðvikudaginn 22. febrúar en fundum sauðfjár­ og nautgripabænda verður fram haldið fimmtudaginn 23. febrúar.

Skylt efni: Búgreinaþing

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...