Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anna María Flygenring, fráfarandi formaður búgreinadeildar geitabænda.
Anna María Flygenring, fráfarandi formaður búgreinadeildar geitabænda.
Mynd / smh
Í deiglunni 13. febrúar 2023

Fer sátt frá borði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Anna María Flygenring gefur ekki kost á sér til að gegna áfram formennsku í búgreinadeild geitfjárræktenda og því verður nýr formaður kosinn á búgreinaþingi.

Hún segir að ýmislegt hafi áunnist á þeim árum sem hún hafi verið formaður, það fjölgi til að mynda örlítið í stofninum og svo sé fólk byrjað að líta á geitaafurðir sem góða matvöru.

„Þetta eru að verða fimm ár síðan ég var kosin formaður í Geitfjárræktarfélagi Íslands, þar á undan var ég ritari í eitt ár. Ég ætlaði alls ekki að lenda í stjórn þótt ég mætti á eins og einn aðalfund. En fyrir hvatningu góðs fólks samþykkti ég að gefa kost á mér í formennsku í eins og eitt ár á meðan fyndist formaður sem tæki verkefnið föstum tökum. En stuttu seinna dundu yfir breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands og á þeim tíma var margt að gerast í endurskipulagningu og fannst mér vont að fara úr stjórn á þeim tíma,“ segir Anna María.

Heppin með samstarfsmenn

Að sögn Önnu Maríu er breytingarskeið félagskerfisins nú komið vel á veg og því fari hún mjög sátt frá borði. „Ég hef verið heppin með samstarfsmenn, enda byggist starf í okkar deild á hugsjón og miklum áhuga.

Auðvitað eru endalaus verkefni, og við eigum mikið verk fram undan en við höfum smátt og smátt náð þeim árangri að nú er fólk byrjað að líta á geitaafurðir sem góða vöru,“ segir hún.

Að sögn Önnu Maríu er staðan í íslenskri geitfjárrækt sú að það fjölgar örlítið í stofninum. „Geitabændur eru auðvitað háðir því að fá tekjur, sem greiðast í gegnum gripagreiðslur. Þær þurfa að hækka verulega ef greinin á að standa undir sér. Við bindum vonir við að matvælaráðuneytið standi með okkur í búvörusamningum sem eru að fara í endurskoðun. Það er eftirspurn eftir afurðunum og sérstaklega mjólkurafurðum og kjöti – og ekki er hægt að fá kjöt eða mjólk sem hefur minna kolefnisspor ef farið er út í þá sálma. En öll uppbygging er dýr og það þyrfti að koma til stuðningur til að fleiri setji á stofn mjólkurframleiðslu eða ostagerð.

Það var á verkefnaskrá okkar á síðustu árum að koma geitinni inn í Slow Food verkefnið [Presidia] sem Dominique Plédel leiddi og var á góðri leið með, en talsverð vinna var lögð í það. Eitthvað strandaði við stjórnarskipti í Slow Food en vonandi kemst það aftur á skrið. Við reyndum að fá breytingu á reglugerð um hrámjólk til ostagerðar vegna skilyrða Slow Food en öll ostagerð innan þeirra samtaka notar ógerilsneydda mjólk.

Hér eru hins vega stífar reglugerðir og ekki hefur fengist breyting þar á. Þetta er eitt af óloknu verkefnunum,“ segir Anna María.

Lagfæringar á Heiðrúnu

„Við höfum líka verið að reyna að fá lagfæringar á Heiðrúnu, skráningarforritinu okkar, en það hefur gengið afar hægt. Forritið er eins konar þýðing á Fjárvís og koma iðulega upp hrútar og gimbrar þegar átt er við hafra og huðnur – og fleiri vandkvæði í þeim dúr mætti nefna. En nýjustu fréttir segja að það sé nú komið af stað og verða lagfæringar komnar inn í vor. Ég vona að ég megi treysta því, þetta hefur farið verulega í taugarnar á geitabændum öllum.

Nú í vetur hafa verið að fæðast kiðlingar á stöku stað, ekki alveg planað að byrja geitburð snemma en það er alltaf fjör þegar ungviðið er farið að spretta úr spori. Fátt gleður meira en að sjá myndir af þessum fjörkálfum þegar úti geisar stormur og él.

Ég óska öllum geitabændum alls hins besta og held áfram að fylgjast með og sinna mínum geitum sem best,“ segir Anna María að lokum.

Skylt efni: Búgreinaþing

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...