Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pétur Arason.
Pétur Arason.
Í deiglunni 11. desember 2023

Flugvöllurinn malbikaður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil ánægja er hjá íbúum á Blönduósi og næsta nágrenni því ákveðið hefur verið að malbika flugvöllinn á Blönduósi á nýju ári. Völlurinn er mest notaður fyrir sjúkraflug.

„Þetta mál hefur verið í umfjöllun síðustu tíu ár og komst í hámæli þegar rútuslysið varð við Öxl fyrir nokkrum árum.

Verkefnið hefur verið á áætlun hjá ríkinu en aldrei hefur orðið af framkvæmdum en rekstraröryggi vallarins er mikið öryggismál fyrir svæðið,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.

„Nú hefur malbikun flugvallarins komist inn á samgönguáætlun en áætlanir gerðu ráð fyrir kostnaði upp á um 70 milljónir króna. Þegar prufuholur voru teknar núna nýverið var gerð ný kostnaðaráætlun af ISAVIA og hljóðar hún upp á 170- 180 milljónir króna. Það er sem sagt búið að tryggja aukafjármagn til að klára verkefnið á nýju ári,“ segir alsæll sveitarstjóri Húnabyggðar.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...