Formannsskipti hjá nautgripabændum
Nýr formaður búgreinadeildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu.
Hún ætlar áfram að vinna að hagsmunum bænda sem Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda.
Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga.
„Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum.
Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar innleiðingar erfðamengisúrvals.
Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020.