Fóru á kostum á tveimur veiðisvæðum
Höfundur: Gunnar Bender
Veiðisumarið byrjaði með látum hjá þeim Andreu Ósk Hermannsdóttur og Hilmari Þór Árnasyni.
Fyrst við opnun Þverár í Borgarfirði þar sem þeir lönduðu saman af stakri snilld laxi í Kirkjustreng. Daginn eftir voru þau aftur mætt með stöngina og renndu fyrir laxa í Brennunni í Borgarfirði. Það veiddust fjórir fiskar þar, svo sumarið byrjar með látum hjá þeim eins og víða í veiðinni.
Hver veiðiáin af annarri er opnuð þessa dagana og Norðurá, Þverá og Blanda standa sig vel. Þá heldur fjörið áfram á Urriðafossi í Þjórsá.