Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Verðlaunaðir hrossaræktendur að lokinni hrossaræktarráðstefnu fagráðs.
Verðlaunaðir hrossaræktendur að lokinni hrossaræktarráðstefnu fagráðs.
Mynd / hf
Í deiglunni 15. desember 2023

Framúrskarandi árangur verðlaunaður

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hrossaræktarráðstefna fagráðs var haldin sunnudaginn 3. desember í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Þar var farið yfir ýmis málefni tengd hrossaræktinni og voru hin ýmsu verðlaun veitt knöpum og ræktendum.

áðstefnuna og fljótt litið yfir var meirihluti fólks þar að fara að taka við viðurkenningum. Elsa Albertsdóttir, ræktunarleiðtogi íslenska hestsins, byrjaði á að fara yfir hrossaræktarárið þar sem hún fór yfir framtíðarhorfur í erfðamengjaúrvali. Nanna Jónsdóttir, formaður fagráðs og búgreinadeildar hrossabænda hjá BÍ, kynnti niðurstöður SVÓT greiningar sem framkvæmd var fyrr á árinu. Þá kynnti Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, niðurstöður þjónustukönnunar.

Endurgreiðsla sýningar - gjalds óviðunandi

Pallborðsumræður fóru hægt af stað en náðu ágætis flugi í lokin. Mest var rætt um sýningargjöld kynbótasýninga og endurgreiðslu á þeim. 

Greinilegt var að málefnið liggur þungt á hrossaræktendum og sýnendum. Skiptar skoðanir voru á því hvort gjaldið þyki of hátt eða ekki en flestir sammála því að endurgreiðsla á gjöldunum er óviðunandi eins og hún er í dag.

Kynbótaknapar verðlaunaðir

Eftir að pallborðsumræðum lauk voru knapar og hrossaræktendur verðlaunaðir. Þráinn frá Flagbjarnar- holti hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og ellefu hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Stóð Verona frá Árbæ efst í þeim hópi en nánari útlistun á þeim er hægt að sjá á síðu 66–67 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Árni Björn Pálsson var útnefndur kynbótaknapi ársins og er það í sjötta sinn sem hann hlýtur þann titil. Árni sýndi alls 56 hross í 58 fullnaðardómum, meðalaldur þeirra hrossa var 6,1 ár og meðaleinkunn 8,19. Efsta hrossið sem Árni sýndi er Katla frá Hemlu II en hún var efst í elsta flokki hryssna á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Sú nýlunda var í ár að sérstök hvatningarverðlaun voru veitt ungum knapa sem þótti standa sig vel á árinu á kynbótabrautinni. Þessi verðlaun eru komin til þess að vera og verða veitt af búgreinadeild hrossabænda þegar tilefni þykir til. Fyrstur til þess að taka við þessum verðlaunum var Jón Ársæll Bergmann. Hann vakti mikla athygli í sumar á kynbótabrautinni þar sem hann sýndi á faglegan hátt mörg góð hross. Má þar að öðrum ólöstuðum nefna hina 4 vetra Seytlu frá Íbishóli sem hann sýndi í 8,44 fyrir hæfileika, Viskustein sem er fimm vetra og hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og Díönu frá Bakkakoti sem hlaut 10 fyrir stökk og 9,5 fyrir brokk.

Jón Ársæll Bergmann hlaut sérstök hvatningarverðlaun fyrstur knapa.

Tvö ræktunarbú ársins

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það eru hrossaræktarbúið Þúfur og Fákshólar. Ræktendur í Fákshólum eru Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir. Sex hross voru sýnd frá búinu og var meðalaldur þeirra 5,67 ár. Efsta hrossið sýnt frá búinu var Hrönn frá Fákshólum sem stóð efst á Heimsleikum í flokki sex vetra hryssna með 8,66 í aðaleinkunn. Ræktendur á Þúfum eru þau Mette Mannseth og Gísli Gíslason. Tíu hross voru sýnd frá búinu og var meðalaldur þeirra 4,9 ár. Efsta hrossið sýnt frá búinu var heimsmethafinn Strengur frá Þúfum en hann setti heimsmet þegar hann hlaut 8,65 í aðaleinkunn fjögurra vetra.

Hæstu einkunnir ársins

Eins og venja er voru einnig veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir ársins. Elvar Þormarsson fékk eftirsótt verðlaun en þau eru hæsta hæfileikaeinkunn ársins án áverka. Hann sýndi Djáknar frá Selfossi á miðsumarssýningu á Rangárbökkum þar sem hann hlaut 8,94 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir hægt stökk og samstarfsvilja.

Einnig fá aðstandendur hrossanna sem hljóta hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina með og án skeiðs viðurkenningu. Að þessu sinni var það Hylur frá Flagbjarnarholti sem var með hæstu aldursleiðréttu aðal- einkunnina án skeiðs en sýnandi hans var Eyrún Ýr Pálsdóttir. Hylur hlaut 9,09 í aðaleinkunn án skeiðs. Strengur frá Þúfum var með hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina, 8,95, en Strengur er einungis fjögurra vetra. Sýnandi Strengs var Mette Mannseth.

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...