Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Frá Hlíðarvatni í Selvogi.
Í deiglunni 28. júní 2017

Hlíðarvatn í Selvogi

Höfundur: Gunnar Bender
Það voru nokkrir aðilar að veiða frá þeim veiðifélögum sem eiga veiðirétt í Hlíðarvatni í Selvogi þegar boðið var frítt að veiða í vatninu.  Eggert Sk. Jóhannesson kíkti í veiði í Hlíðarvatn þá og sagði menn vera að fá einn og einn silung en veiðin hefði mátt vera betri.
 
„Ég var mættur við vatnið klukkan tíu í morgun og var að veiðum í nágrenni við veiðihús Stakkavíkur. Ég var með netta flugustöng og notaði þessar klassísku flugur fyrir Hlíðarvatn. Auk þess tók ég með um hálfrar aldar gamlar flugur sem ég nota alltaf í veiði til heiðurs afa heitnum, Eggerti Skúlasyni frá Patreksfirði, en hann hefði orðið 100 ára á næsta ári. Flugurnar hans klikka aldrei þótt áratugirnir líði enda standast bæði handbragðið og snilldin á bak við hnýtingarnar tímans tönn.
 
Vatnið var frekar kalt en það var sól og lofthiti var 16–17 gráður þegar heitast var og því fínt að viðra sig í fallegu umhverfi og taka rykið af græjunum. En svo eru aðrir veiðitúrar framundan í sumar og þar eru mest spennandi Selá og Laxá í Aðaldal  þar sem þeir stóru halda sig – tuttugu plús. 
 
Við höfum kynnst þeim vel og við erum fáeinir  vinir sem komum þar árlega saman og eigum þar frábærar stundir og þegar að sett er í hann, þá er varla til meiri gleði og ánægja.“ 
 
Margir mættu að veiða við Hlíðarvatn, vatnið er skemmtilegt og veiðivon töluverð. Hlíðarvatn er eitt fengsælasta veiðivatn landsins. 
Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...