Þeytist á milli heimshluta
Höfundur: Gunnar Bender
Sumarið er tíminn söng Bubbi og það eru orð að sönnu hjá Árna Baldurssyni hjá Laxá, en hann opnaði Blöndu um daginn, en nokkrum dögum seinna var hann kominn til Rússlands að veiða og er þar núna.
„Veiðin gengur vel,“ sagði Árni sem er að veiða stórfiskinn í ánni Kola í Rússlandi, en þar hefur hann veitt oft áður.
Næsti áfangastaður hjá Árna er í Stóru-Laxá í Hreppum sem hann opnar 27. júní og þar er komið mikið af laxi.
„Við kíktum og það var mikið af fiski,“ sagði Tómas Sigurðsson um stöðuna í Stóru Laxá.