Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Í deiglunni 4. desember 2023

Þversagnir í afstöðu neytenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hélt Jude L. Capper prófessor við Harper Adams háskóla í Englandi erindi um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu og kom þar víða við enda umfjöllunarefnið margþætt.

Capper lagði áherslu á að forðast beri ofureinföldun í framsetningu upplýsinga í tengslum við málefni sjálfbærrar matvælaframleiðslu og mhverfisáhrifum hennar enda gætu þær verið misvísandi. Þannig væru upplýsingar sem gefnar væru á kolefnissporum matvæla miðað við meðaltölur á heimsvísu óviðeigandi þar sem kolefnisspor búfjárræktunar væri mjög svæðisbundinn.

Áreiðanleg gagnasöfnun væri lykilatriði. Til að hægt væri að bera raunverulega saman mismunandi kolefnisspor matvælaframleiðslu og landbúnaðakerfa þyrfti að vera til viðurkennt staðlað mælikerfi. Enda væru of mörg mismundandi mælikvarðar í umferð sem gætu öll skilað ólíkum niðurstöðum þótt mæld væri framleiðsla frá einu og sama búinu.

Jude benti á ákveðna þversögn í afstöðu neytenda gagnvart dýravelferð. Tölur sýndu að 94% manna létu sig dýravelferð varða. En um leið og farið var að mæla hvernig slík áhrif skiluðu sér í kauphegðun kæmi í ljós að dýravelferð hefði lítil sem engin áhrif við val á vöru, þar sem verð, bragð og næringargildi réðu frekar til um það hvað neytendur keyptu.

Einnig hóf hún máls á neysluhegðun en rannsóknir sýndu að sá hópur sem skilgreinir sig sem „flexitarian“ fari ört vaxandi og væri samkvæmt nýlegri breskri rannsókn um 15% neytenda.

Á meðan skilgreina fjögur prósent sig sem vegan eða grænmetisætur og 81% sem kjöt og fiskætur.

Erindi Jude L. Capper má nálgast á vefsíðu RML.

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...