Valur hættur í Tungulæknum
Höfundur: Gunnar Bender
Breytingar hafa orðið á leigumálum í Tungulæk í Skaftafellssýslu en Valur Blomsterberg hafði tekið svæðið á leigu til 10 ára og greiddi vel fyrir það á hverju ári en er nú að hætta.
Samningnum hefur verið sagt upp við Val, en hann rak staðinn í eitt og hálft ár með miklum myndarbrag.
Valur sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann tók lækinn á leigu að Tungulækur væri besti sjóbirtingslækur heims, sem eru orð að sönnu. Veiðin hefur verið ævintýraleg oft og tíðum og fiskurinn vænn.
Vel hefur gengið að veiða í læknum í vor og veiðimenn fengu fína veiði. Þórarinn Kristinsson, sonur Kristins heitins í Björgun, er víst kominn aftur með veiðimálin í læknum eftir þetta leiguævintýri. En einhverjar meiri hræringar eru í gangi á svæðinu.