Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Mynd / GB
Í deiglunni 31. maí 2017

Veiðitíminn er mjög stutt undan

Höfundur: Gunnar Bender
Þorsteinn Hafþórsson og Edda Brynleifsdóttir á Blönduósi stofnuðu  fyrirtækið Vötnin Angling Service vorið 2014 og var hugmyndin að gera út á veiðileiðsögn og að leigja fólki veiðistangir til að fara að veiða í einhverjum af fjölmörgum vötnum Austur-Húnavatnssýslu.
 
Við hittum Þorstein fyrir  skömmu en það styttist í að laxveiðin byrji fyrir alvöru, eins og  í Blöndu,  þar sem Þorsteinn þekkir sig vel.
 
,,Þetta vatt upp á sig mjög fljótt með fyrirtækið og nú í apríl síðastliðnum var opnuð veiðibúð í nýju húsnæði í gamla bænum á Blönduósi,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: ,,Þar eru leigðar út fullbúnar veiðistangir, seld veiðileyfi í nokkur vötn og beita,“ segir Þorsteinn enn fremur.
 
En boðið er upp á flugukastnámskeið á vorin og Þorsteinn starfar sem stangveiðileiðsögumaður allt sumarið. Á veturna má fá leigðan eða keyptan búnað til ísdorgs. Með haustinu er ætlunin að byrja að gera út á kajakferðir með leiðsögn.
 
,,Hvað varðar mína uppáhalds­veiði þá er það að komast í góða sjóbirtingsá með vinum mínum á haustin, slaka þar á og njóta lífsins eftir sumartörnina í leiðsögn. Besta minning er úr Vatnamótunum þar sem ég setti í alvöru skepnu sem þveraði yfir Skaftána eins og ég væri ekki til. Lagðist svo við hinn bakkann og til að gera langa sögu stutta þá gafst ég upp eftir óralangan tíma og lét reyna á græjurnar. Þá losnaði út út honum og ég fékk þríkrækjuna sex upprétta á tveimur krókum,“ sagði Þorsteinn og var allur á iði. Veiðitíminn er  stutt undan.

Skylt efni: veiði | stangveiði

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...