Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað
Fréttir 21. júlí 2014

Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað

Höfundur: Erna

Árlega gefur finnska stofnunin MTT, sem á íslensku gæti útlagst sem Hagfræði- og landbúnaðarrannsóknastofnunin (Economic Research, Agrifood Research), út rit um þróun og hag landbúnaðarins. Í nýjasta heftinu sem fjallar um stöðu landbúnaðarins 2013 og þróun undanfarin ár er að finna fróðlegan kafla um markaðsmál og verður hér stiklað á stóru úr þeim kafla.

Verðlag er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali í ESB

Verð til neytenda er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali innan ESB. Á árinu 2013 hækkaði verð til neytenda samkvæmt Hagstofu Finnlands, um 6,2% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5%. Matarverð hækkaði stöðugt frá árinu 2010 fram á mitt ár 2013. Kjöt hækkaði um 7% milli 2012 og 2013, mjólk hækkuð um 20% í verði til neytenda í apríl 2013. Aðrar mjólkurvörur hækkuðu um 3%. Kornvörur, grænmeti, egg og ávextir hækkuðu einnig í verði. Matarverð hefur hækkað verulega umfram almennt verðlag frá árinu 2000 eða um 42,2% meðan almennt verðlag hefur hækkað um 25,9%. Undanfarin ár hefur matvöruverð hækkað meira í Finnlandi en í öðrum evrulöndum ESB.

Hlutdeild stóru verslanakeðjanna hefur aukist

Um árabil hefur smásölu­markaðurinn í Finnlandi einkennst af verulegri samþjöppun. Litlar breytingar voru þó á þeirri stöðu fyrir aðild landsins að ESB. Um 1980 voru tvær leiðandi smásölukeðjur, S group og Kesko, með um 58% markaðarins, en árið 1995 var markaðshlutdeild þeirra orðin 62%. Frá aldamótum hefur þessi staða hins vegar tekið stakkaskiptum. Árið 2000 höfðu þessar tvær stærstu verslanakeðjur 66% markaðarins, sem síðan óx í 70% árið 2005. Síðustu árin hefur samþjöppun aukist enn frekar og er nú komið í 80%. Þýska verslanakeðjan Lidl er með 6,6% markaðarins og Suomen Lähikauppa (Finnska heimasalan) með 7%. Smáfyrirtækjum hefur fjölgað mikið í greininni undanfarin ár, s.s. bakaríum, hverfaverslunum og verslunum með lífrænt vottaðar vörur, en þær hafa einungis 1,7% markaðshlutdeild. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu áhugaverðar í ljósi þess að því er stundum haldið fram að samkeppni í verslun hér á landi muni aukast með aðild að ESB.

Helsti vaxtarbroddurinn ekki við ESB heldur Rússland

Utanríkisviðskipti með matvæli eru þýðingarmikil fyrir Finnland. Litlar breytingar voru á útflutningi milli áranna 2012 og 2013. Útflutningur búvara hélst lítið breyttur í verðmætum frá ESB-aðild allt fram til ársins 2005, en tók þá að vaxa frá árinu 2006 fram til 2009 þegar efnahagskreppan setti strik í reikninginn.
Á árunum 2010-2012 tók viðskipti á Rússlandsmarkaði að glæðast á ný en hafa enn dregist saman á hefðbundnum mörkuðum innan ESB. Rússland er áfram helsti vaxtarbroddurinn í útflutningi fyrir finnskar búvörur og eru það einkum mjólkurvörur sem standa þar að baki.

Umtalsverð aukning á innflutningi búvara

Innflutningur búvara hefur hins vegar aukist umtalsvert, milli áranna 2012 og 2013 óx hann um 5% í verðmætum talið. Halla á viðskiptajöfnuði með búvörur hefur að jafnaði mátt rekja til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kaffi, áfengi og tóbaki auk osta og kornvöru. Hin síðari ár hefur innflutningur aukist á vörum sem einnig eru framleiddar í Finnlandi eins og kjöti og fiskmeti. Aukinn innflutningur búvara kemur fyrst og fremst frá öðrum ESB löndum einkum „eldri“ sambandslöndum eða 65,8% af öllum innflutningi.

Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að tækifæri til vaxtar í útflutningi er ekki að leita innan ESB þessi misserin enda er hagvöxtur þar lítill um þessar mundir. /EB

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...