Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað
Fréttir 21. júlí 2014

Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað

Höfundur: Erna

Árlega gefur finnska stofnunin MTT, sem á íslensku gæti útlagst sem Hagfræði- og landbúnaðarrannsóknastofnunin (Economic Research, Agrifood Research), út rit um þróun og hag landbúnaðarins. Í nýjasta heftinu sem fjallar um stöðu landbúnaðarins 2013 og þróun undanfarin ár er að finna fróðlegan kafla um markaðsmál og verður hér stiklað á stóru úr þeim kafla.

Verðlag er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali í ESB

Verð til neytenda er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali innan ESB. Á árinu 2013 hækkaði verð til neytenda samkvæmt Hagstofu Finnlands, um 6,2% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5%. Matarverð hækkaði stöðugt frá árinu 2010 fram á mitt ár 2013. Kjöt hækkaði um 7% milli 2012 og 2013, mjólk hækkuð um 20% í verði til neytenda í apríl 2013. Aðrar mjólkurvörur hækkuðu um 3%. Kornvörur, grænmeti, egg og ávextir hækkuðu einnig í verði. Matarverð hefur hækkað verulega umfram almennt verðlag frá árinu 2000 eða um 42,2% meðan almennt verðlag hefur hækkað um 25,9%. Undanfarin ár hefur matvöruverð hækkað meira í Finnlandi en í öðrum evrulöndum ESB.

Hlutdeild stóru verslanakeðjanna hefur aukist

Um árabil hefur smásölu­markaðurinn í Finnlandi einkennst af verulegri samþjöppun. Litlar breytingar voru þó á þeirri stöðu fyrir aðild landsins að ESB. Um 1980 voru tvær leiðandi smásölukeðjur, S group og Kesko, með um 58% markaðarins, en árið 1995 var markaðshlutdeild þeirra orðin 62%. Frá aldamótum hefur þessi staða hins vegar tekið stakkaskiptum. Árið 2000 höfðu þessar tvær stærstu verslanakeðjur 66% markaðarins, sem síðan óx í 70% árið 2005. Síðustu árin hefur samþjöppun aukist enn frekar og er nú komið í 80%. Þýska verslanakeðjan Lidl er með 6,6% markaðarins og Suomen Lähikauppa (Finnska heimasalan) með 7%. Smáfyrirtækjum hefur fjölgað mikið í greininni undanfarin ár, s.s. bakaríum, hverfaverslunum og verslunum með lífrænt vottaðar vörur, en þær hafa einungis 1,7% markaðshlutdeild. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu áhugaverðar í ljósi þess að því er stundum haldið fram að samkeppni í verslun hér á landi muni aukast með aðild að ESB.

Helsti vaxtarbroddurinn ekki við ESB heldur Rússland

Utanríkisviðskipti með matvæli eru þýðingarmikil fyrir Finnland. Litlar breytingar voru á útflutningi milli áranna 2012 og 2013. Útflutningur búvara hélst lítið breyttur í verðmætum frá ESB-aðild allt fram til ársins 2005, en tók þá að vaxa frá árinu 2006 fram til 2009 þegar efnahagskreppan setti strik í reikninginn.
Á árunum 2010-2012 tók viðskipti á Rússlandsmarkaði að glæðast á ný en hafa enn dregist saman á hefðbundnum mörkuðum innan ESB. Rússland er áfram helsti vaxtarbroddurinn í útflutningi fyrir finnskar búvörur og eru það einkum mjólkurvörur sem standa þar að baki.

Umtalsverð aukning á innflutningi búvara

Innflutningur búvara hefur hins vegar aukist umtalsvert, milli áranna 2012 og 2013 óx hann um 5% í verðmætum talið. Halla á viðskiptajöfnuði með búvörur hefur að jafnaði mátt rekja til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kaffi, áfengi og tóbaki auk osta og kornvöru. Hin síðari ár hefur innflutningur aukist á vörum sem einnig eru framleiddar í Finnlandi eins og kjöti og fiskmeti. Aukinn innflutningur búvara kemur fyrst og fremst frá öðrum ESB löndum einkum „eldri“ sambandslöndum eða 65,8% af öllum innflutningi.

Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að tækifæri til vaxtar í útflutningi er ekki að leita innan ESB þessi misserin enda er hagvöxtur þar lítill um þessar mundir. /EB

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...