Ísland á Matreiðslumann Norðurlanda 2014
Viktor Örn Andrésson bar sigur úr býtum í Norðurlandakeppni í matreiðslu sem fram fór í Herning í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.
Hann eldaði forrétt úr þorski og humri. Í aðalrétt var nautahryggur og nautakinn. Í eftirréttinnn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði.
Viktor Örn er yfirmatreiðslumeistari á Lava, Bláa lóninu, og tryggði sér þátttökurétt í Norðurlandakeppninni með sigri í keppni um útnefningu á Matreiðslumanni ársins á Íslandi árið 2013.