Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki 2014
Dagana 12.–14. nóvember síðastliðna var sannkölluð matarmenningarhátíð haldin í Reykjavík í kringum Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki 2014. Vörurnar voru 110 talsins og kepptu þær í átta flokkum.
Það var Matís sem hafði veg og vanda að skipulagningu viðburðanna, sem haldnir voru í tengslum við verkefnið Nýsköpun í lífhagkerfinu, sem er hluti af Norræna lífhagkerfinu (Nordbio). Það er svo þáttur í formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Ákveðið var að hafa opið fyrir þátttöku framleiðenda á öllum Norðurlöndunum í keppninni. Vörurnar voru smakkaðar á miðvikudeginum 12. nóvember í húsakynnum Matís og verðlaunaafhendingin var svo daginn eftir í Norræna húsinu.
Auk keppninnar var framleiðendum boðið upp á vettvangsferðir til íslenskra smáframleiðenda á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.
Þá var ráðstefnuhald í Norræna húsinu á undan verðlaunaafhendingunni á fimmtudeginum þar sem hægt var að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði.
Á föstudeginum var boðið upp á margvísleg námskeið og fyrirlestra fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu.
Úrslitin urðu eftirfarandi:
Mjólkurafurðir:
Gull
Arla Unika, Sirius (ostur), Danmörk
Silfur
Den Blinde ku,
Blåmandag (ostur), Noregur
Brons
Skärvångens bymejeri, Rosalina (ostur), Svíþjóð
Kjötafurðir:
Gull
Sjónarsker, Klettur (þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi), Ísland
Silfur Bjarteyjarsandur, Birkireyktur bláberjavöðvi, Ísland
Brons
Bjärhus gårdsbutik, Bjärhus ölpinne (þurrkuð hrápylsa), Svíþjóð
Fiskafurðir:
Gull
Leif Sørensen, Fish chips, Færeyjar
Silfur
Sólsker, Makrílpate, Ísland
Brons
Sólsker, Heitreyktur makríll, Ísland
Ber, ávextir og grænmeti:
Gull
Útoyggjafelagið, Meadowsweet syrup, Færeyjar
Silfur
Útoyggjafelagið, Rabarbarasaft, Færeyjar
Silfur
Holt og heiðar, Rabarbarasulta með vanillu, Ísland
Bakstur:
Gull
Cum Pane ekologisk bakverkstad, Fröknäcke (hrökkbrauð), Svíþjóð
Súrdeigs bakstur:
Gull
Sandholt, Reykt graskersbrauð, Ísland
Silfur
The Coocoo's Nest, Súrdeigsbrauð, Ísland
Nýsköpun í matarhandverki:
Gull
Örtagård Öst, Skuren marmelad, Svíþjóð
Silfur
Urta Islandica, SPRETTUR-orku og úthalds jurtate fyrir íþrótta- og fjallgöngufólk, Ísland
Salt:
Gull
Saltverk, Birkireykt salt, Ísland
Silfur
Norður & Co, Norðursalt - íslenskt flögusalt, Ísland