Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tanja Midtsian frá norsku orku-stofnuninni, NVE.
Tanja Midtsian frá norsku orku-stofnuninni, NVE.
Fréttir 8. apríl 2014

Jarðstrengir umtalsvert dýrari en loftlínur í Danmörku og Noregi

Lagning jarðstrengja í Noregi og Danmörku er sögð 5-10 sinnum dýrari á 400 kV spennu en lagning hefðbundinna loftlína. Það kom fram í erindum sem þau Tanja Midtsian frá norsku orkustofnuninni, NVE, og Jens Möller Birkebæk frá Energinet.dk fluttu á almennum kynningarfundi sem nýverið fór fram samhliða aðalfundi Landsnets.

Hlærri spenna, hærra verð

Talsvert hefur verið fjallað um jarðstrengsmál í Bændablaðinu á liðnum misserum Þar hefur m.a. komið fram að reynsla Frakka af lagningu 225 kílóvolta strengja sýni að þeir væru síst dýrari kostur en loftlínur. Hefur lagning slíkra strengja í Frakklandi margfaldast frá 2007. Er þá miðað við eðlilegan afskriftartíma og sparnað vegna viðhalds. Í þeirri umfjöllun hefur líka komið fram að 400 kílóvolta línurnar væru talsvert dýrari, en tækniþróun minnkaði þó stöðugt þann mun.

Á kynningarfundi Landsnets kom líka fram að sveiflur í kostnaði við lagningu jarðstrengja í Noregi og Danmörku ráðist einkum af þrennu; spennustigi strengjanna, jarðfræði viðkomandi landsvæðis og umhverfisáhrifum af framkvæmdum.

Tanja Midtsian sagði í erindi sínu að verkefni NVE fælist fyrst og fremst í því að meta kosti loftlína og jarðstrengi út frá þeirri forsendu hvað teldist ásættanlegur kostnaður við framkvæmdina. Ekki aðeins frá fjárhagslegu sjónarmiði heldur einnig með tilliti til umhverfissjónarmiða.

Neytendur borga brúsann

Í Noregi hefur aðallega verið horft til loftlína en jarðstrengir hafa helst komið þar til álita innan þéttbýlis eða þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Midtsian sagði ástæðuna fyrir vali loftlína einnig taka mið af því að neytendur þyrftu á endanum að greiða fyrir framkvæmdina í orkuverði.

Loftlínur hafa líka galla en eru ódýrari

Í máli Midtsian kom einnig fram að jarðstrengur væri 5-10 sinnum dýrari kostur, allt eftir spennustigi og fleiri þáttum. Loftlínur hefðu vissulega sína galla þótt þær væru ódýrari. Þær væru berskjaldaðar fyrir óveðri en bilanir væri hins vegar auðvelt að finna. Þessu væri þveröfugt farið með jarðstrengi. Þeir væru óháðir veðri en bilanaleit væri seinleg. Í Noregi eru um 48% raflína á lægri spennu lagðar í jörð en ekki nema 3-7% af strengjum með hærri spennu.

Léttvæg áskorun Dana

Jens Möller Birkebæk vakti í upphafi erindis síns máls á því að áskorun Dana í þessum málum væri léttvæg í samanburði við aðstæður í Noregi og á Íslandi. Flatlendi og mjúkur jarðvegur í Danmörku væru ákjósanlegar aðstæður fyrir lagningu jarðstrengja. Engu að síður væri kostnaðurinn 5-6 sinnum hærri en við lagningu hefðbundinna loftlína.

Danska þingið afgreiddi með afgerandi meirihluta árið 2008 áætlun í raforkumálum, þar sem er kveðið á um að allir nýir 400 kV strengir skulu lagðir í jörð. Þingið stóð þá frammi fyrir þeirri kostnaðaráætlun að lagning allra 400 kV strengja í landinu í jörð kostaði danskt samfélag 6,4 milljarða evra. Niðurstaðan varð fyrrgreind málamiðlun sem metið er að kosti 2,3 milljarða evra í framkvæmd, eða sem nemur um 360 milljörðum íslenskra króna.
Til samanburðar má nefna að hjá Landsneti er nú verið að miða við 3-5 sinnum hærri kostnað við jarðstrengi en loftlínur á 220 kV spennu. Jafnframt er áréttað að erfitt sé að alhæfa um slíkt og meta verði muninn á þessum tveimur lausnum í hverju tilviki fyrir sig.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...