Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það er oft ótrúlegt að fylgjast með góðum smalahundum og hvernig þeir geta fengið kindahjörð til að hlýða sér og bókstaflega þegjandi og hljóðalaust samkvæmt skipunum hundaeigandans.
Það er oft ótrúlegt að fylgjast með góðum smalahundum og hvernig þeir geta fengið kindahjörð til að hlýða sér og bókstaflega þegjandi og hljóðalaust samkvæmt skipunum hundaeigandans.
Mynd / Aðalsteinn Aðalsteinsson
Á faglegum nótum 1. október 2018

Jöfn og spennandi keppni alveg til loka

Höfundur: Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hin árlega Landskeppni Smala­hundafélags Íslands var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal 25.–26. ágúst, í samstarfi við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.
 
Blíðskaparveður var báða keppnisdagana og aðstæður á Möðruvöllum góðar og vel var að móti staðið hjá Hörgármönnum. Var þetta í fyrsta sinn að Landskeppni færi fram í Hörgársveit. Túnið var langt og breitt  og gátu því keppendur sent hunda sína jafnt til vinstri og hægri, víð og flott úthlaup.  
 
Alls voru 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum og komu þeir hvaðanæva að af landinu. Keppnin var jöfn og spennandi alveg til loka. Kindurnar reyndu stundum á taugar keppenda og lentu keppendur í því að kindurnar höfðu einfaldlega betur og sáu við hundum þótt reyndir væru. En mörg frábær rennsli hjá smölum, hundum og kindum litu dagsins ljós á móti.
 
Dómarinn var hinn 68 ára gamli Ian Flemming frá Suður-Skotlandi og var hann skipaður af International Sheepdog Society sem Smalahundafélag Íslands er aðili að. Hann er sauðfjár- og nautgripabóndi með 3000 kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og móthaldi á vegum ISDS, því var um að ræða mjög reyndan mann í flestu sem við kemur Border Collie fjárhundum. 
 
Stjórn SFÍ vill koma þökkum til landeiganda og sauðfjáreiganda (sem lánuðu kindur á mót) og allra þeirra sem gerðu gott mót að veruleika og þakkar gott samstarf við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.
 
Eftirfarandi voru efstir í sínum flokkum (öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Sfí).
 
A -flokkur 110 stiga keppni
  1. Maríus S. Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum. Stig  87 + 79  = 166
  2. Svanur Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni. Stig  77 + 88  = 165
  3. Maríus S. Halldórsson og Sara frá Sigtúni.  Stig  77 + 81 = 158
 
B- flokkur 100 stiga keppni
 
  1. Halldór Pálsson og Píla frá Þorgrímsstöðum.  Stig 80 + 26  = 106
  2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum.  Stig  (24) + 67 = 91
  3. Kryzysztof og Tígull frá Hallgilsstöðum.  Stig ( 25) + 55 = 80
 
Unghundaflokkur 100 stiga keppni
  1. Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn. Stig 67 + 70  =  137
  2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum.  Stig 59 + 75  =  134
  3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og  Snerpa frá Húsatóftum. Stig 54 + 79  =  133
Einnig eru gefin verðlaun fyrir bestu tíkina og besta hund mótsins og var það í þetta sinn Elsa frá Hallgilsstöðum og Smali frá Miðhrauni sem fengu þau verðlaun.

6 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...