Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jón Þorsteinsson krýndur kjötmeistari Íslands árið 2014
Fréttir 3. apríl 2014

Jón Þorsteinsson krýndur kjötmeistari Íslands árið 2014

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK) 2014 fór fram í síðustu viku og voru úrslitin kynnt í hófi á Hilton Hótel síðastliðinn laugardag. Þar var jafnframt krýndur Kjötmeistari Íslands. Þann titil hlaut Jón Þorsteinsson kjötiðnaðarmeistari hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fékk hann þann titil fyrir að vera stigahæstur þeirra sem gerðu fimm stigahæstu afurðirnar. Fékk hann að launum eignarbikar og farandbikar auk 50 þúsund króna styrks frá fyrirtækinu Samhentum til námskeiðahalds. 
 
Jón vann til margra verðlauna fyrir sína rétti en þar bar þó hæst afurð sem hann kallar Salami Camemberti. Þykir þar um einstaka vöru að ræða og sögðust félagar hans í faginu styðja hann eins og mögulegt væri til að koma þessari vöru í framleiðslu og sölu. Haft var á orði að slíka vöru hefðu menn hvergi hafa séð, hvorki hér heima né erlendis, og ljóst væri að þarna hefði Jón hitt á vöruhönnun sem hefði alla möguleika á að slá í gegn og hentaði t.d. afar vel sem söluvara fyrir ferðamenn. 
 
Annars féllu verðlaunin þannig:
 
Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands átti Salami Camemberti sem var besta nýja varan. Þessi vara fékk einnig verðlaun sem athyglisverðasta nýjungin. Jón hlaut líka verðlaun með sömu afurð fyrir bestu vöruna sem unnin var úr hrossa eða folaldakjöti. Hann átti bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti sem var grísa rawette. Þar sem Jón hlaut flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörunum sínum hlaut hann einnig sæmdarheitið Kjötmeistari Íslands. 
 
Jóhann G. Guðmundsson hjá Ferskum kjötvörum hlaut þrenn bestu verðlaun fyrir kálfa- og kálfalifrarpaté með sólberjahlaupi.
 
Bergþór Pálsson hjá SHA átti bestu vöruna í flokki reykts eða grafins lax eða silungs. 
 
Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska matborðinu hlaut bestu verðlaun fyrir léttreyktan lambahrygg, en hann var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna. 
 
Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands hlaut verðlaun fyrir bestu vöruna sem unnin var úr alifuglakjöti, en það var lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi.
 
Þá afhenti Meistarafélag kjötiðnaðarmanna, Svínaræktar-félagi Íslands, Félagi kjúklinga­bænda, Landssambandi kúabænda, Landssambandi sauðfjárbænda, Félagi hrossabænda, Samhentum kassagerð ehf., Efnir ehf., Íslensk-ameríska, Ölgerðinni, Multivac, Kötlu ehf., Íslensk- Ameríska og Sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneytinu viðurkenningu fyrir veittan stuðning við fagkeppnina.
 

5 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...