Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í tillögu frá búgreinaþingi sauðfjárbænda er kallað eftir breytingum á sauðfjárveikivarnarlínum.
Í tillögu frá búgreinaþingi sauðfjárbænda er kallað eftir breytingum á sauðfjárveikivarnarlínum.
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn deildarinnar fari yfir núgildandi sauðfjárveikivarnarlínur með tilliti til
mikilvægi þeirra.

Endurmeta þurfi tilgang þeirra og markmið, meðal annars vegna ræktunar íslensks sauðfjár með tilliti til riðuþolinna arfgerða. Í greinargerð með tillögu sauðfjárbænda kemur fram að meginmarkmið sauðfjárveikivarnarlína á liðnum áratugum hafi verið hlutverk þeirra í útrýmingu riðu. Ástand sauðfjárveikivarnarlína sé mjög misjafnt og hafa verið um langa hríð. Sjúkdómastaða í samliggjandi varnarhólfum með tilliti til riðu og jafnvel fleiri sjúkdóma er víða sú sama. Því sé tímabært að endurmeta tilgang og markmið með skiptingu landsins í svo mörg varnarhólf sem raun ber vitni.

Tillögur þegar hjá ráðuneytinu um breytingar á hólfum

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segist hafa lagt til við alla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá því hún tók við yfirdýralæknisembættinu 2013 að það þurfi að ráðast í heildarendurskoðun á löggjöf um dýrasjúkdóma og heilbrigði dýra, nú síðast árið 2021 í tengslum við heildarendurskoðun á riðureglugerðinni. Samhliða hefðu verið tillögur um endurskoðun á varnarhólfunum.
„Í mínum tillögum er gert ráð fyrir að heimilt verði að undanskilja gripi með verndandi arfgerðir gagnvart riðusmiti, þannig að þeir verði ekki skornir niður í hjörðum þegar tilfelli greinast. Þar lagði ég einnig til að við skyldum ekki leggja af núverandi fyrirkomulag varnarhólfa. Það virkaði vel fyrir þá sjúkdóma sem var verið að glíma við í kringum 1950 til 1960, en er ekki mjög hentugt varðandi glímuna við riðuveiki í dag.

Ég lagði þar til eins konar riðuhólf þar sem mjög strangar smitvarnir giltu, svæði sem gætu verið mjög breytileg að stærð og jafnvel hluti af hólfi sem gilti þá í sjö ár. Þetta gæti verið hreppur eða jafnvel bæjartorfa – innan varnarhólfs. Slíkt er í takti við heilahrörnunarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur þannig á málunum, en Ísland hefur innleitt þá reglugerð að hluta.“

Kostar lagabreytingar að breyta varnarhólfum

„Ég hef líka talað við matvælaráðherra og hvatt til heildarendurskoðunar og fengið góðar viðtökur, en unnið er að því að koma því á dagskrá. Það að endurskoða varnarhólfin í heild sinni kallar á lagabreytingar og það gerist ekki nema með aðkomu Alþingis og þetta þarf að skoða heildstætt. Aflögn einstakra varnarlína þarfnast þó ekki lagabreytingar,“ segir Sigurborg enn fremur.

Hún telur að í ráðuneytinu sé nú þegar unnið að einhverju leyti að undirbúningi að heildarendurskoðun þessara mála, en veit þó ekki hvernig verkefnastaðan er í ráðuneytinu varðandi þessi mál, reiknar þó með að verða höfð til samráðs þegar kemur að útfærslum á nýju skipulagi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...