Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 19. ágúst 2014

Kartöfluppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir.

„Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“

Lítið um skemmdir vegna bleytu

„Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“

Góðar horfur

Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“
Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti.

Rófur vaxa vel á Hornafirði

„Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...