Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 19. ágúst 2014

Kartöfluppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir.

„Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“

Lítið um skemmdir vegna bleytu

„Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“

Góðar horfur

Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“
Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti.

Rófur vaxa vel á Hornafirði

„Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...