Keppnin um Gullklippurnar á KEX Hostel
Höfundur: TB
Rúningskeppnin um „Gullklippurnar“ verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. apríl í portinu á KEX-hostel í Reykjavík. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda og árshátíð er haldin daginn á undan svo vænta má að allmargir sauðfjárbændur verði í höfuðstaðnum þessa helgi.
Frá rúningskeppninni í fyrra.
Á Kexinu munu þaulvanir rúningsmenn sýna sitt besta verklag og keppa um hinar rómuðu gullklippur sem er verðlaunagripur keppninnar. Keppnin hefst kl. 14 en allir eru velkomnir að koma og hvetja keppendur áfram þar sem um sanna fjölskylduskemmtun er að ræða.