Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjöt ræktað í tilraunaglösum
Fréttir 17. júlí 2014

Kjöt ræktað í tilraunaglösum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári voru steiktir í fyrsta sinn hamborgarar sem innihéldu kjöthakk sem var ræktað á tilraunastofu. Síðan hefur ræktunartækninni fleygt fram og í dag er kostnaðurinn helsta hindrun þess að rækta tilraunastofukjöthakk í stórum stíl.

Vísindamennirnir sem standa að baki ræktuninni segja að framleiðsla á kjöti í verksmiðjum hafi ýmsa kosti umfram hefðbundna kjötframleiðslu og geti dregið verulega úr hungurs­neyð í heiminum. Meðal kostanna segja þeir vera að ekki þurfi lengur að slátra dýrum og að framleiðslu á kjötinu fylgi engar gróðurhúsalofttegundir.

Auk kostnaðar er helsta fyrir­staðan í að hefja framleiðslu á verksmiðjuræktuðu kjöti aukin vitund neytenda á Vesturlöndum um mat og hvað þeir setja ofan í sig. Óformlegar kannanir sýna að mörgum þyki hugmyndin um að borða kjöt sem framleitt er á tilraunastofu ógeðfelld. Framleiðendur segja aftur á móti að sé kjötið skoðað undir smásjá sjáist enginn munur á því og kjöti af dýri á fæti enda ræktað úr vefjum lifandi dýra.

Í dag er unnið að tilraunum með að rækta kjöt sem líkist nautalund á rannsóknastofu í samstarfi við framleiðendur þrívíddarprentara. Ferlið er mun flóknara en að rækta hakk í hamborgara. Talsvert er í að niðurstöður fáist úr þeim tilraunum.

Kostnaðurinn við að framleiða hakkið í hamborgarana á síðasta ári var um 200.000 bresk pund, sem jafngildir tæpum 40 milljón króna. Lundin verður talsvert dýrari. Í náinni framtíð getum við átt von á að hugmyndin um kjötvinnsluvél í eldhúsinu breytist og um kjötframleiðsluvél verði frekar að ræða.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...