Kjúklingainnflutningur í febrúar
Innflutningur á kjúklingakjöti í febrúar nam tæpum 130 tonnum. Tæp fjórtán tonn komu frá Úkraínu.
Í tölum Hagstofunnar kemur fram að tæp 74 tonn hafi komið frá Danmörku, rúm 20 tonn frá Litáen og 19,8 tonn frá Póllandi. Þá komu 520 kíló frá Hollandi og 255 kíló frá Spáni. Meðalinnflutningsverð á kíló reyndist 627 krónur. Uppgefið verð er hæst fyrir kjúklingakjöt frá Danmörku, 899 krónur, en lægst frá Spáni, 432 krónur.
Það sem af er ári hafa verið flutt inn tæp 390 tonn af alifuglakjöti. Á meðan hefur verið framleitt rúm 1.530 tonn hér á landi. Innflutningurinn er því um 20% af því kjöti sem í boði er á markaði.