Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Matreiðslumeistararnir íslensku sem fengu gull fyrir heita matinn.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 24. nóvember 2014

Kokkalandslið fékk gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið íslenska fékk í gær gullverðlaun fyrir heita matinn í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.

Sex manna matreiðslumeistarahópur hafði sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Í forrétt var hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Í aðlrétt var grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og – tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Í eftirrétt var jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.

Hópinn skipa þeir Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn, Þráinn Freyr Vigfússon, Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson, VOX, Garðar Kári Garðarsson, Strikið, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson, Lava Bláa lónið.

María Shramko.                    Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson

Þá vann liðsmaður Íslenska Kokkalandsliðsins, María Shramko sykurskreytingarmeistari, tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppninni í Pastry-flokknum sem var keppt í laugardaginn 22. nóvember.

Keppt verður í flokknum Kaldur matur á miðvikudaginn næstkomandi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...