Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Koli frá Sólheimum besta nautið

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Koli 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi er besta naut árgangsins sem fæddur er árið 2006. Hlutu ræktendur hans, þau Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir bændur á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var 27. mars síðastliðinn.
 
Koli var fæddur á Sólheimum 23. febrúar 2006. Faðir Kola er Fontur 98027 frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en hann var á sínum tíma valinn besta naut 1998 árgangsins. Móðir Kola er Elsa 226 frá Sólheimum og móðurfaðir er Kaðall 94017 frá Miklagarði í Saurbæ en hann var einnig valinn besta naut síns árgangs, árgangsins 1994. Í ættartölu Kola má finna mörg af bestu nautum landsins, svo sem Þráð frá Stóra-Ármóti, Þistil frá Gunnarsstöðum og Rauð frá Brúnastöðum. 
 
Í umsögn um dætur Kola er sagt að afurðasemi þeirra sé góð, einkum hvað varðar efnahlutföll. Þær eru stórar og sterkbyggðar, malir vel lagaðar, fremur flatar og fótstaða góð. Þær eru júgurhraustar með vel borin júgur, afar sterkt júgurband og mjög góða júgurfestu, vel lagaða spena og vel staðsetta en fremur stutta og granna. Mjaltir eru í meðallagi og kýrnar skapgóðar, að því er sagt er í Nautaskránni. Koli stendur í 117 í heildarkynbótamati. 

2 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...