Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Koli frá Sólheimum besta nautið

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Koli 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi er besta naut árgangsins sem fæddur er árið 2006. Hlutu ræktendur hans, þau Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir bændur á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var 27. mars síðastliðinn.
 
Koli var fæddur á Sólheimum 23. febrúar 2006. Faðir Kola er Fontur 98027 frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en hann var á sínum tíma valinn besta naut 1998 árgangsins. Móðir Kola er Elsa 226 frá Sólheimum og móðurfaðir er Kaðall 94017 frá Miklagarði í Saurbæ en hann var einnig valinn besta naut síns árgangs, árgangsins 1994. Í ættartölu Kola má finna mörg af bestu nautum landsins, svo sem Þráð frá Stóra-Ármóti, Þistil frá Gunnarsstöðum og Rauð frá Brúnastöðum. 
 
Í umsögn um dætur Kola er sagt að afurðasemi þeirra sé góð, einkum hvað varðar efnahlutföll. Þær eru stórar og sterkbyggðar, malir vel lagaðar, fremur flatar og fótstaða góð. Þær eru júgurhraustar með vel borin júgur, afar sterkt júgurband og mjög góða júgurfestu, vel lagaða spena og vel staðsetta en fremur stutta og granna. Mjaltir eru í meðallagi og kýrnar skapgóðar, að því er sagt er í Nautaskránni. Koli stendur í 117 í heildarkynbótamati. 

2 myndir:

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.