Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku
Fréttir 5. september 2014

Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólögleg verslun með plöntur í útrýningarhættu hefur aukist mikið undanfarin ár og fyrir skömmu var 24 plöntum af mismunandi tegundum sjaldgæfra köngulpálmum stolið úr grasagarði í Cape town í Suður Afríku. Af pálmunum 24 eru 22 tegundir í útrýmingarhættu.

Köngulpálmar teljast til elstu fræplantna sem til eru og er talið að þeir fyrstu hafi komið fram fyrir um 300 milljón árum. Þeir hafa því lifað risaeðlurnar og margskonar hamfarir af.

Undanfarin hafa safnarar sýnt köngulpálmunum aukin áhuga og ekki ólíklega að hátt í átta milljónir króna fáist fyrir þá. Talið er að ránið sé skipulagt af alþjóðlegum glæpasamtökum sem meðal annars stundi verslun með sjaldgæf dýr og veiðiþjófnað.

Pálmarnir eru vandræktaðir og sérstaklega aðlagaðir að umhverfi sínu þar sem þeir skjóta rótunum djúpt og sérstaka tegund af bjöllu þarf til að frjóvga þá. Ræktun þeirra er því ekki nema á færi sérfræðinga.

Hárri upphæð hefur verið boðið í fundarlaun fyrir köngulpálmana.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...