Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku
Ólögleg verslun með plöntur í útrýningarhættu hefur aukist mikið undanfarin ár og fyrir skömmu var 24 plöntum af mismunandi tegundum sjaldgæfra köngulpálmum stolið úr grasagarði í Cape town í Suður Afríku. Af pálmunum 24 eru 22 tegundir í útrýmingarhættu.
Köngulpálmar teljast til elstu fræplantna sem til eru og er talið að þeir fyrstu hafi komið fram fyrir um 300 milljón árum. Þeir hafa því lifað risaeðlurnar og margskonar hamfarir af.
Undanfarin hafa safnarar sýnt köngulpálmunum aukin áhuga og ekki ólíklega að hátt í átta milljónir króna fáist fyrir þá. Talið er að ránið sé skipulagt af alþjóðlegum glæpasamtökum sem meðal annars stundi verslun með sjaldgæf dýr og veiðiþjófnað.
Pálmarnir eru vandræktaðir og sérstaklega aðlagaðir að umhverfi sínu þar sem þeir skjóta rótunum djúpt og sérstaka tegund af bjöllu þarf til að frjóvga þá. Ræktun þeirra er því ekki nema á færi sérfræðinga.
Hárri upphæð hefur verið boðið í fundarlaun fyrir köngulpálmana.