Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krybbur sem orkusnakk
Fréttir 17. júlí 2014

Krybbur sem orkusnakk

Víða um heim þykir sjálfsagt að borða skordýr og sums staðar eru þau hluti af daglegri fæðu fólks. Vesturlandabúar hafa verið seinir að temja sér skordýraát en það kann að breytast fljótlega. Skordýr njóta vaxandi vinsælda sem fæða enda mjög próteinrík.

Krybburækt er vaxandi búgrein í Bandaríkjunum og verið er að gera tilraunir með margar útfærslur á þeim í matvæli. Á sérstökum matsölustöðum og bakaríum er til dæmis hægt að fá krybbukurl á hamborgarann eða brauð úr fínmöluðu krybbuhveiti. Kryddiðnaðurinn hefur einnig séð tækifæri í auknum vinsældum skordýra og fljótlega verður boðið upp á sjávarsalt, osta- eða grillsósu með krybbukeim.

Þrátt fyrir að framleiðslan sé enn smá í sniðum veðja margir á að skordýraát verði næsta tískubylgja sælkera og matgæðinga og þar sem krybbur eru einstaklega próteinríkar er ekki ólíklegt að þær verði í náinni framtíð vinsælt orkusnakk þeirra sem leggja mikið upp úr hollu mataræði.

Krybbur fjölga sér hratt og eru nægjusamar á pláss, matgrannar og auðvelt er að stjórna bragðinu á þeim með fæðugjöf. Þær framleiða mun minna af gróðurhúsalofttegundum en önnur húsdýr og eru því hagkvæm eldisdýr. Krybbur sem aldar eru á korni eru sagðar hafa hnetukeim sem fer vel með grænu pestó eða granóla.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...