Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Krybbur sem orkusnakk
Fréttir 17. júlí 2014

Krybbur sem orkusnakk

Víða um heim þykir sjálfsagt að borða skordýr og sums staðar eru þau hluti af daglegri fæðu fólks. Vesturlandabúar hafa verið seinir að temja sér skordýraát en það kann að breytast fljótlega. Skordýr njóta vaxandi vinsælda sem fæða enda mjög próteinrík.

Krybburækt er vaxandi búgrein í Bandaríkjunum og verið er að gera tilraunir með margar útfærslur á þeim í matvæli. Á sérstökum matsölustöðum og bakaríum er til dæmis hægt að fá krybbukurl á hamborgarann eða brauð úr fínmöluðu krybbuhveiti. Kryddiðnaðurinn hefur einnig séð tækifæri í auknum vinsældum skordýra og fljótlega verður boðið upp á sjávarsalt, osta- eða grillsósu með krybbukeim.

Þrátt fyrir að framleiðslan sé enn smá í sniðum veðja margir á að skordýraát verði næsta tískubylgja sælkera og matgæðinga og þar sem krybbur eru einstaklega próteinríkar er ekki ólíklegt að þær verði í náinni framtíð vinsælt orkusnakk þeirra sem leggja mikið upp úr hollu mataræði.

Krybbur fjölga sér hratt og eru nægjusamar á pláss, matgrannar og auðvelt er að stjórna bragðinu á þeim með fæðugjöf. Þær framleiða mun minna af gróðurhúsalofttegundum en önnur húsdýr og eru því hagkvæm eldisdýr. Krybbur sem aldar eru á korni eru sagðar hafa hnetukeim sem fer vel með grænu pestó eða granóla.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...