KS/SKVH hækka afurðaverð til sauðfjárbænda um sex prósent
Kaupfélag Skagafirðinga og Sláturhús KVH hafa gefið út sameignlega verðskrá um afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð er 508 krónur fyrir hvert kíló af dilkum. Það er hækkun um sex prósent, sé miðað við lokaverð á síðasta ári.
Sé miðað við það verð sem fyrst var gefið út í fyrra, sem var 452 krónur á kílóið, er hækkunin 12,3 prósent.
Verð fyrir fullorðið helst óbreytt, eða 138 krónur á kílóið.