Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum
Fréttir 18. ágúst 2014

Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta (ICEEP = International Conference on Equine Exercise Physiology) fór fram í Chester á Englandi fyrr í sumar. Á ráðstefnuna komu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum, s.s. frá Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Á ráðstefnunni er fjallað um allt það nýjasta á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu.

Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla

Guðrún Stefánsdóttir, doktorsnemi í þjálfunarlífeðlisfræði hesta og kennari við Hólaskóla, fór á ráðstefnuna og var með stutta kynningu á rannsóknaniðurstöðum á líkamlegu álagi íslenskra hesta á kynbótasýningum. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni, um frumrannsókn á líkamlegri svörun hjá íslenskum hrossum í kynbótasýningu, um fylgni milli merkinga (krossa) við skeið á dómblaði og styrks mjólkursýru í blóðvökva í íslenskum hrossum á kynbótasýningu, um könnun á þjálfun á íslenskum skeiðhrossum og um huglægt mat á vöðvabyggingu hrossa sem eru skeiðþjálfuð og þeirra sem ekki eruð það.

Mikill heiður

Anna Jansson sem er leiðbeinandi Guðrúnar við doktorsverkefni hennar, var valin í undirbúningsnefnd fyrir næstu ICEEP-ráðstefnu sem verður haldin í Ástralíu árið 2018. Þetta þykir mikill heiður því aðeins fremstu einstaklingar á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu komast í þennan undirbúningshóp. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...