Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Mynd / Karen Ósk Guðmundsdóttir
Fréttir 14. ágúst 2020

Kýrin Snúlla hefur tvisvar borið tvíkelfingum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bændablaðinu barst mynd af frjósamri kú, Snúllu, á bænum Auð­kúlu 1 í Húnavatnshreppi. Hún bar sínum fyrsta kálfi 25. júní 2018 og eignaðist svo tvíkelfing 9. júní 2019,  naut og kvígu. Svo bar við að Snúlla bar tvíkelfingum á ný 27. júní síðastliðinn, aftur kvígu og nauti. Faðirinn er enginn annar en heima­nautið Kölski.
 
Fjögurra manna fjölskylda býr á Auðkúlu 1, bændurnir Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir og börnin þeirra, Emil Jóhann og Dagbjört Ósk. Svo eru Tara og Kristal heimilishundarnir og Tumi kötturinn á bænum.  
 
„Við erum með holdanautaræktun og u.þ.b. 85 kýr sem bera. Um 110 kýr munu bera hjá okkur á næsta ári. Síðan höfum við nokkur hross okkur til skemmtunar,“ segir Karen Ósk, ánægð með sveitalífið og tvíkelfingana hjá Snúllu. Hún segir Snúllu mjög góða móður sem hugsi vel um kálfana sína sem munu ganga undir henni fram á haust.
 

Skylt efni: Auðkúla 1

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...