Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigandi og forstjóri Lambhaga, undirrituðu fyrir skemmstu samkomulag um notkun Lambhaga á upprunamerkinu Íslenskt staðfest.

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki fyrir matvörur og blóm í eigu Bændasamtaka Íslands sem tekið var í notkun í mars árið 2022. Neytendur eiga að geta treyst því að merkið sé eingöngu notað á vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Framleiðendur ábyrgjast að hráefni sé raunverulega íslenskt og að framleiðsla hafi farið fram á Íslandi.

Lambhagi er einn stærsti framleiðandi á salati og kryddjurtum á Íslandi, stofnað árið 1979.

Í reglum um Ísland staðfest er tiltekið að það megi nota til að merkja grænmeti og plöntur ræktuð á Íslandi út frá fræjum, lauk og útsæði. Það eigi við um allt hrátt grænmeti, líkt og salat, tómata, gúrkur og paprikur.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...