Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 1. október 2014

Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað í nýju húsnæði 2. október næstkomandi klukkan 16.00.

Nýja húsnæðið sem um ræðir er gamla fjósið á Hvanneyri sem var byggt árið 1928.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og verkefnisstjóri safnsins, segir að flutningi muna í nýja húsnæðið sé lokið og uppröðun langt á veg komin. „Hér verður því allt klárt á opnunardegi. Gamla fjósið sem hýsir sýninguna núna er sýningargripur út af fyrir sig og að öllu leyti hentugra húsnæði en þar sem sýningin var áður. Sýningarrýmið er líka stærra og því hægt að gera sögunni betri skil. Sýningarsvæðið mun svo stækka enn meira á næstu tíu árum.

Landbúnaðarsafnið var sett á laggirnar árið 1940 og hét þá Verkfærasafn ríkisins, nafninu var seinna breytt í Búvélasafnið og heitir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Í safninu er að finna sýnishorn af búvélum og þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...