Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 1. október 2014

Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað í nýju húsnæði 2. október næstkomandi klukkan 16.00.

Nýja húsnæðið sem um ræðir er gamla fjósið á Hvanneyri sem var byggt árið 1928.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og verkefnisstjóri safnsins, segir að flutningi muna í nýja húsnæðið sé lokið og uppröðun langt á veg komin. „Hér verður því allt klárt á opnunardegi. Gamla fjósið sem hýsir sýninguna núna er sýningargripur út af fyrir sig og að öllu leyti hentugra húsnæði en þar sem sýningin var áður. Sýningarrýmið er líka stærra og því hægt að gera sögunni betri skil. Sýningarsvæðið mun svo stækka enn meira á næstu tíu árum.

Landbúnaðarsafnið var sett á laggirnar árið 1940 og hét þá Verkfærasafn ríkisins, nafninu var seinna breytt í Búvélasafnið og heitir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Í safninu er að finna sýnishorn af búvélum og þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...