Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mastur í Kröflulínu 4 komið upp.
Mastur í Kröflulínu 4 komið upp.
Mynd / Landsnet
Fréttir 9. maí 2017

Landvernd stefnir Landsneti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröflu til Þeistareykja. Landvernd telur að vegna verulegra annmarka á umhverfismati beri að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst á flýtimeðferð vegna málsins og verður það þingfest á fimmtudaginn.

Samkvæmt fréttatilkynningu vill Landvernd með dómsmálinu koma í veg fyrir eyðileggingu eldhrauna og víðerna við Mývatn. Samtökin telja að unnt sé að flytja raforku til Bakka án þess að raska náttúruverðmætum á þann hátt sem Landsnet áætlar.

„Það er ekki búið að umhverfismeta valkosti sem sneiða framhjá náttúruverðmætunum, s.s. eldhraunum og víðernum. Ekkert umhverfismat hefur farið fram á jarðstrengjum og það teljum við á skjön við umhverfismatslöggjöfina,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Samkvæmt stefnunni mun framkvæmdin raska Leirhnjúkshrauni á óafturkræfan hátt, auk þess sem hún myndi raska Neðra-Bóndhólshrauni, en bæði þessi hraun njóti verndar skv. náttúruverndarlögum.

„Kröflulínu 4 á að reisa með að meðaltali 23 metra háum möstrum sem reist eru á mastraplönum sem verða 100 til 200 fermetrar að stærð hvert. Með allri línunni verður lagður línuvegur. Frá möstrum eru jarðskautsborðar plægðir í jörð mislanga vegalengd og á að plægja þá í vegslóða þar sem hægt er. Framkvæmdin er sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps að töluverðu leyti í hrauni og mun skerða óbyggð víðerni,” segir í stefnunni.

Einnig segir þar að Landvernd hafi sent kröfu um að nýtt umhverfismat færi fram fyrir Kröflulínu 4 til Skipulagsstofnunnar árið 2015.

„Við bentum á það fyrir tveimur árum að endurgera þyrfti umhverfismatið. Við höfum því haft tíma,” segir Guðmundur Ingi.

Hæstiréttur hefur nýverið ógilt framkvæmdaleyfi fyrir háspennulínum á Suðurnesjum þar sem ekki hafa verið skoðaðir jarðstrengjakostir. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið beindi því til Skipulagsstofnunar í fyrra að endurskoða málsmeðferð vegna Blöndulínu 3, vegna sama annmarka. Á sama hátt telur Landvernd að umhverfismat verði að fara fram á jarðstrengjum á fyrirhugaðri línu frá Kröflu.

„Einungis þannig verði hægt að meta hvaða valkostir í raforkuflutningi á svæðinu hafa minnst áhrif á einstaka náttúru norðan Mývatns,” segir í fréttatilkynningu Landverndar. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...