Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mastur í Kröflulínu 4 komið upp.
Mastur í Kröflulínu 4 komið upp.
Mynd / Landsnet
Fréttir 9. maí 2017

Landvernd stefnir Landsneti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröflu til Þeistareykja. Landvernd telur að vegna verulegra annmarka á umhverfismati beri að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst á flýtimeðferð vegna málsins og verður það þingfest á fimmtudaginn.

Samkvæmt fréttatilkynningu vill Landvernd með dómsmálinu koma í veg fyrir eyðileggingu eldhrauna og víðerna við Mývatn. Samtökin telja að unnt sé að flytja raforku til Bakka án þess að raska náttúruverðmætum á þann hátt sem Landsnet áætlar.

„Það er ekki búið að umhverfismeta valkosti sem sneiða framhjá náttúruverðmætunum, s.s. eldhraunum og víðernum. Ekkert umhverfismat hefur farið fram á jarðstrengjum og það teljum við á skjön við umhverfismatslöggjöfina,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Samkvæmt stefnunni mun framkvæmdin raska Leirhnjúkshrauni á óafturkræfan hátt, auk þess sem hún myndi raska Neðra-Bóndhólshrauni, en bæði þessi hraun njóti verndar skv. náttúruverndarlögum.

„Kröflulínu 4 á að reisa með að meðaltali 23 metra háum möstrum sem reist eru á mastraplönum sem verða 100 til 200 fermetrar að stærð hvert. Með allri línunni verður lagður línuvegur. Frá möstrum eru jarðskautsborðar plægðir í jörð mislanga vegalengd og á að plægja þá í vegslóða þar sem hægt er. Framkvæmdin er sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps að töluverðu leyti í hrauni og mun skerða óbyggð víðerni,” segir í stefnunni.

Einnig segir þar að Landvernd hafi sent kröfu um að nýtt umhverfismat færi fram fyrir Kröflulínu 4 til Skipulagsstofnunnar árið 2015.

„Við bentum á það fyrir tveimur árum að endurgera þyrfti umhverfismatið. Við höfum því haft tíma,” segir Guðmundur Ingi.

Hæstiréttur hefur nýverið ógilt framkvæmdaleyfi fyrir háspennulínum á Suðurnesjum þar sem ekki hafa verið skoðaðir jarðstrengjakostir. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið beindi því til Skipulagsstofnunar í fyrra að endurskoða málsmeðferð vegna Blöndulínu 3, vegna sama annmarka. Á sama hátt telur Landvernd að umhverfismat verði að fara fram á jarðstrengjum á fyrirhugaðri línu frá Kröflu.

„Einungis þannig verði hægt að meta hvaða valkostir í raforkuflutningi á svæðinu hafa minnst áhrif á einstaka náttúru norðan Mývatns,” segir í fréttatilkynningu Landverndar. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...