Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkraínu hafa valdið óstöðugleika og óvissu um framtíðina á alþjóðlegum mörkuðum, fyrir bændur en einnig fyrir neytendur.

Alþjóðasamtök bænda (WFO) hafa vegna þessa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau benda á að lausnin við þessu ástandi sé meiri landbúnaður því bændur séu kjarninn í sjálfbærum matvælakerfum.

Að mati alþjóðasamtakanna ætti leiðin fram á við að varðast af fjölbreytileika landbúnaðar og matvælakerfa sem eru gagnsæ og full nýsköpunar. Samtökin mótmæla því að oft og tíðum er það á fárra höndum, oft og tíðum aðila sem eru ótengdir landbúnaðar- og dreifbýlisheiminum að segja til um reglurnar og gefa til kynna hvaða stefnu skuli fara. Matur sé svo margt, landsvæði, náttúra, menning, heilsa, fjölbreytileiki og það sé ástríðu og umhyggju bænda fyrir umhverfinu að þakka.

Áhersla samtakanna er að slá á þau neikvæðu áhrif sem sérstaklega búfjárgeirinn hefur fengið á sig undanfarin ár þar sem hann er ranglega stimplaður að mati samtakanna, í umræðunni um að skipta út dýrapróteinum fyrir matvæli sem ræktuð eru á rannsóknarstofum. Að mati samtakanna er sú tegund ræktunar ógn við umhverfis- og matvælafullveldi ásamt lýðræði landa. Náttúra og ræktun dýra hefur nú þegar leyst mörg af þeim málum sem tilbúin matvæli þykjast leysa hvað varðar sjálfbærni, þar á meðal orku, hreinlæti, æxlun frumna og vaxtarþætti. Bændur og ræktendur um allan heim taka þátt í að bæta sjálfbærni framleiðslunnar, til hagsbóta fyrir umhverfið og til að svara kröfum samfélagsins. Tilraunaræktuð matvæli leysi ekki vandamálið við að auka sjálfbærni matvælaframleiðslu vegna mikillar orkuþarfar sem þarf í rannsóknarferlinu. Á þessum forsendum segir WFO nei við öllum tilraunum til að skipta út matvælum fyrir þau sem gerð eru á tilraunastofum í stað hjá bændum sem rækta landið. Eða eins og Theo De Jager, forseti WFO, orðaði það í yfirlýsingu frá samtökunum: „Bændur þurfa frið, en þar að auki þarf friður á bændum að halda.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...