Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. janúar 2017

Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Ef samviskan er sterk en líkaminn kallar á skyndibita, er best að gera hollari skyndibita. 
 
Þar er ofurfæðan lax efstur á blaði. Laxeldi á Íslandi er að aukast og er því tilvalið að velja íslenskan lax í bland við bandarískar tortillaflögur, rasp og krydd – sem mætti kallast ný útgáfa af fiski í raspi.
 
Laxaborgari
  • 1 bolli tortillaflögur - muldar (raspur) (mylja þær í matvinnsluvél eða bara kremja þær í opnum poka)
  • 1 stk. beinlaust laxaflak
  • 1 skallotlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 stórt egg
  • 1/3 bolli brauðmylsna (eða soðnar kartöflur til að binda borgarann saman)
  • 1 msk. chili-mauk
  • 1/2 tsk. chili-duft 
  • 1/2 tsk. reykt paprika
  • 1/2 tsk. kúmenduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
  • 3 til 4 matskeiðar ólífuolía
  • 8 góð lítil bollubrauð
  • 6 sneiðar góður ostur
  • Smá brúskur af uppáhalds salat- inu þínu (mér finnst gott að gera rauðkáls-hrásalat)
  • 2 avókadó,(lárpera) skornar í sneiðar
  • Hveiti og eggjahvíta (til að hjúpa í rasp)
 
Chili (krydd) majó
  • 1/2 bolli majónes
  • 1 tsk. chilimauk að eigin vali eða annað krydd, kryddjurtir, wasabi eða sinnep.
Setjið tortillamylsnu á stóran disk. Gott að taka fyrst flögurnar í matvinnsluvél, eða merja fínt í rasp. Sumir vilja bæta sesamfræjum saman við.
 
Saxið laxinn (eða skerið í bita), gott er að nota matvinnsluvél. Saxið þar til laxinn er í litlum bitum, en ekki alveg í fars. Takið laxinn og setjið í stóra skál. Bætið skallotlauk, hvítlauk, egg, brauðmylsnu (eða jafnvel mörðum soðnum kartöflum), chili­sósu, kryddi, salti og pipar ásamt steinselju í skál. Hrærið í með skeið til að blanda öllu saman og þjappið svo blöndunni saman með hreinum höndum, eða notið einnota hanska. Skiptið blöndunni í um átta borgara, en miðið við stærð brauðsins sem á að nota.
 
Setjð svo hveiti á disk og eggjahvítu á annan disk. Svo er borgarinn settur fyrst í hveitið, svo eggjahvítuna og svo í tortillamylsnuna. Hjúpið allan borgararann og endurtakið með alla hina. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita og setjir tvær matskeiðar af ólífuolíu á pönnuna. Steikið borgarana á báðum hliðum þangað til þeir eru gullnir á lit, í um tvær til þrjá mínútur á hvorri hlið (ég geri þetta í tveimur skömmtum). Látið hvíla í heitum ofni í að lágmarki á aðra mínútu eða í tvær til að tryggja að þeir eru heitir inn að miðju.
Það er hægt að setja saman borgarann með ýmsu meðlæti. Setjið grænt salat á botnbrauðið eða hrásalat.
Setja svo hamborgara ofan á og eftir smekk bragðbættu majónesi og lárperu. Berið strax fram!
 
Krydd majónes
Bætið bragðefnum að eigin vali við majónesið í hrærivél eða matvinnsluvél og maukið þar til það er slétt. Þú getur gert þetta vel í tíma.

4 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...