Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leðurblökur á Íslandi
Fréttir 26. október 2015

Leðurblökur á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af og til berast leðurblökur hingað til lands, samanber nýlegt tilvik þar sem leðurblökur fundust í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Matvælastofnun vill vekja athygli á að leðurblökur geta borið ýmsa hættulega sjúkdóma, bæði í menn og skepnur, og því er ástæða til að fara varlega þegar þær eru handsamaðar.

Stofnunin vill jafnframt benda á að þegar aflífa þarf leðurblökur, skal það gert með skjótum og sársaukalausum hætti eins og önnur dýr. Tilkynna skal um leðurblökur til viðkomandi héraðsdýralæknis Matvælastofnunar eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Vitneskja er um 38 leðurblökur sem fundist hafa hér á landi fram til ársins 2012. Leðurblökur eru þekktir berar af mörgum hættulegustu veirum sem þekkjast s.s. hundaæði, Ebólu, Hendra, Nipha og SARS en þessir sjúkdómar hafa ekki greinst hér á landi.

Margar tegundir leðurblaknanna geta borið þessar veirur hvort sem þær nærast á blóði, skordýrum eða ávöxtum. Hvað þekktast er að leðurblökur beri veiruna sem veldur hundaæði. Hundaæði veldur alvarlegum sársaukafullum einkennum og endar með dauða, nema ef viðkomandi einstaklingur fær mótefni nægilega snemma eftir smit. Það skal þó tekið fram að sú gerð hundaæðiveirunnar sem algengast er að finna í leðurblökum, er ekki mjög smitandi fyrir fólk og dýr. Það er þó alls ekki óþekkt að fólk smitist af leðurblökum og því er fólk varað við að snerta leðurblökur án varúðarráðstafana.

Þótt ekki sé nema örlítill hluti leðurblakna með hættuleg smitefni í sér er ástæða til að hafa varann á, sér í lagi ef leðurblökurnar haga sér einkennilega, s.s. ef þær liggja á jörðinni, geta ekki flogið eða fljúga á veggi og álíka. Flestar leðurblökur munu reyna að bíta til að verja sig þegar reynt er að handsama þær. Best er að kalla til meindýraeyði, dýralækni eða einhvern annan sem líklegur er til að kunna til verka.

Skylt efni: Leðurblökur | Mast

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...