Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leðurblökur á Íslandi
Fréttir 26. október 2015

Leðurblökur á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af og til berast leðurblökur hingað til lands, samanber nýlegt tilvik þar sem leðurblökur fundust í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Matvælastofnun vill vekja athygli á að leðurblökur geta borið ýmsa hættulega sjúkdóma, bæði í menn og skepnur, og því er ástæða til að fara varlega þegar þær eru handsamaðar.

Stofnunin vill jafnframt benda á að þegar aflífa þarf leðurblökur, skal það gert með skjótum og sársaukalausum hætti eins og önnur dýr. Tilkynna skal um leðurblökur til viðkomandi héraðsdýralæknis Matvælastofnunar eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Vitneskja er um 38 leðurblökur sem fundist hafa hér á landi fram til ársins 2012. Leðurblökur eru þekktir berar af mörgum hættulegustu veirum sem þekkjast s.s. hundaæði, Ebólu, Hendra, Nipha og SARS en þessir sjúkdómar hafa ekki greinst hér á landi.

Margar tegundir leðurblaknanna geta borið þessar veirur hvort sem þær nærast á blóði, skordýrum eða ávöxtum. Hvað þekktast er að leðurblökur beri veiruna sem veldur hundaæði. Hundaæði veldur alvarlegum sársaukafullum einkennum og endar með dauða, nema ef viðkomandi einstaklingur fær mótefni nægilega snemma eftir smit. Það skal þó tekið fram að sú gerð hundaæðiveirunnar sem algengast er að finna í leðurblökum, er ekki mjög smitandi fyrir fólk og dýr. Það er þó alls ekki óþekkt að fólk smitist af leðurblökum og því er fólk varað við að snerta leðurblökur án varúðarráðstafana.

Þótt ekki sé nema örlítill hluti leðurblakna með hættuleg smitefni í sér er ástæða til að hafa varann á, sér í lagi ef leðurblökurnar haga sér einkennilega, s.s. ef þær liggja á jörðinni, geta ekki flogið eða fljúga á veggi og álíka. Flestar leðurblökur munu reyna að bíta til að verja sig þegar reynt er að handsama þær. Best er að kalla til meindýraeyði, dýralækni eða einhvern annan sem líklegur er til að kunna til verka.

Skylt efni: Leðurblökur | Mast

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...