Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Leyndardómar Suðurlands
Fréttir 20. mars 2014

Leyndardómar Suðurlands

Fram undan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt. Átakið kallast „Leyndardómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl. 
 
Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands sem standa fyrir verkefninu. Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er Matur – Saga – Menning. Hér er því að sögn forsvarsmanna verkefnisins kærkomið tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. 
 
Munu ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, opna leyndardómana formlega föstudaginn 28. mars kl. 14.00 við Litlu kaffistofuna. Frá þeim tíma verður öllum landsmönnum og erlendum ferðamönnum, sem staddir eru á landinu boðið að koma á Suðurland og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum þessa 10 daga sem átakið stendur yfir.
 
Frítt í Strætó
 
Rúsínan í pylsuendanum á Leyndardómum Suðurlands er frítt í Strætó frá Reykjavík á Suðurland og á öllum leiðum inna svæðisins. Strætó er með mjög öflugt leiðakerfi á Suðurlandi þar sem hægt er að komast til allra átta án þess að borga krónu á meðan leyndardómarnir standa yfir.
 
Sudurland.is
 
Áður en Leyndardómar Suðurlands skella á verður búið að opna nýja og glæsilega heimasíðu, www.sudurland.is þar sem allir viðburðir leyndardómanna verða kynntir. Þá verður gefið út sérstakt viðburðardagatal sem verður sent inn á öll heimili á Suðurlandi með upplýsingum um helstu viðburð.
 
Fjölbreyttir atburðir
 
Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund, listsýningar, tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum, lengdur opnunartími verslana, tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungunum og fleira og fleira. Verkefnið er með sérstaka fésbókarsíðu, „Leyndardómar Suðurlands“.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...